Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. febrúar 2020 22:00 Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. Tvö mál eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur leikur á að ofneysla morfínskyldra lyfja hafi verið orsök andláta tveggja ungmenna á síðustu þremur mánuðum. Annað þeirra var tæplega tvítugt en hitt tæplega þrítugt. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar.Vísir/Jóhann K. Mótefni getur komið í veg fyrir ofskömmtun og jafnvel andlát Morfínskyld lyf sem eru misnotuð hér á landi eru, Contalgin, Oxycontin og Fentanyl. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða krossins vill auka aðgengi að öðru lyfi, Naloxon, og getur komið í veg fyrir andlát sé það gefið nægilega fljótt eftir ofskömmtun. „Einu aðilarnir sem eru með Naloxon eru sjúkrabílarnir og sjúkrahúsin, segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Hér á landi í dag þurfa heilbrigðisstarfsmenn að draga lyfið í sprautu og gefa í æði en til skoðunar er að lyfið verði selt í nefúðaformi til almennings í apótekum. „Það sem er kannski vandamálið er að lyfið mun kosta mikið og það mun verða lyfseðilsskylt,“ segir Svala. Þannig er aðgengi að lyfinu takmörkuð. „Og ef við förum þá leið, eins og er verið að huga að núna, að þá mun lyfið ekki komast í hendurnar á fólki sem þarf mest á því að halda,“ segir Svala. Naloxon í nefúðaformi verður brátt til sölu hér á landi. Lyfið er mótefni gegn morfínskyldum lyfjum.Vísir/Jóhann K. Fleiri skjólstæðingar væru á lífi í dag hefðu þeir haft aðgang að mótefninu Svala segir að í nágrannalöndum og löndum sem Ísland ber sig saman við sé aðgangur að Naloxon mun frjálsari. „Noregur er að standa sig mjög vel í að dreifa Naloxon. Þá er þetta svona pakki sem hver einstaklingur fær. Það er sem sagt nefúði og blástursmaski og leiðbeiningar og það er farið mjög vel yfir þær með hverjum og einum,“ segir Svala. Svala segir nokkur dæmi til, þar sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát, ef aðgengi að lyfinu væri til staðar. „Já klárlega, við vitum að nokkrir af skjólstæðingum, ef vinir eða makar hefðu aðgengi að Naloxon að þá hefði það mögulega dregið úr líkum á að einstaklingurinn hefði látist,“ segir Svala.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira