Óvinsæli kínverski Ólympíumeistarinn dæmdur í átta ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 11:00 Ástralinn Mack Horton neitaði að stíga upp á verðlaunapallinn með Sun Yang á síðasta heimsmeistaramóti. Getty/Visual China Group Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik. Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Kínverski heims- og Ólympíumeistarinn Sun Yang hefur verið dæmdur í átta ára keppnisbann eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti að áfrýjun Alþjóðalyfjaeftirlitsins hafi átt rétt á sér. Alþjóðasundsambandið hafði nefnilega hreinsað kínverska sundmanninn af ásökunum um ólöglega lyfjanotkun en Wada áfrýjaði þeirri ákvörðun til CAS, Alþjóðaíþróttadómstólsins. Hinn 28 ára gamli Sun Yang fær því ekki tækifæri til að verja Ólympíumeistaratitilinn sinn á ÓL í Tókýó í sumar. Olympic swimming champion Sun Yang banned for eight years after Cas ruling https://t.co/kVc6gvkPxy— Guardian sport (@guardian_sport) February 28, 2020 Sun Yang var sakaður um að mölva lyfjaflösku með blóðsýni sínu eftir rifrildi við menn sem lyfjaprófuðu hann í september 2018. Sun Yang, móðir hans og fylgdarlið áttu einnig að hafa reynt að koma í veg fyrir lyfjaprófið og ástæðan var að þau töldu að þeir sem voru mættir til að framkvæma lyfjaprófið hafi ekki haft tilskilin réttindi. Sun hafði áður fengið þriggja mánaða dóm fyrir annað brot. Alþjóðasundsambandið taldi hans vegar saklausan af öllu saman og hreinsaði hann af þessum ásökunum við litlar vinsældir í hreyfingunni. Sun Yang mætti síðan á HM í sundi í Suður-Kóreu í júlí í fyrra og vann þá tíunda og ellefta heimsmeistaratitil sinn á ferlinum. Three-time Olympic champion Sun Yang has been banned for eight years for missing a doping test in September 2018 https://t.co/omYeXZOB9G The Chinese swimmer has never been far from controversy… pic.twitter.com/t6iPgE4WjT— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2020 Sun Yang var án efa óvinsælasti sundmaður mótsins þrátt fyrir gullverðlaunin. Ástralinn Mack Horton og Bretinn Duncan Scott neituðu meðal annars að deila með honum verðlaunapallinum. Nú er ferill Sun Yang hins vegar svo gott sem á enda eftir þennan harða dóm. Hann verður orðinn 36 ára gamall þegar hann má keppa á nýjan leik.
Kína Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sund Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira