Fótalaus maður vill fá að keppa í spretthlaupi á ÓL í Tókýó í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Blake Leeper bregður á leik fyrir framan myndavélarnar. Getty/Allen Berezovsky Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Blake Leeper vill fá að feta í fótspor Oscar Pistorius og keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar og hefur áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Blake Leeper er fótalaus en hleypur með tvo gervifæti. Hann vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu á síðasta ári en fékk samt ekki að keppa. Leeper vill nú fá Alþjóðaíþróttadómstólinn til að hjálpa sér alveg eins og hann gerði í tilfelli Suður-Afríkumannsins Oscar Pistorius árið 2008. Pistorius vann slíkt mál þegar hann áfrýjaði og fékk að keppa á ÓL í London 2012. Kingsport-native, Paralympian Blake Leeper files appeal for Olympic eligibility https://t.co/napovbTNeY— WJHL (@WJHL11) February 28, 2020 Hinn þrítugi Blake Leeper hefur hlaupið 400 metrana á 44,3 sekúndum sem er nógu góður tími til að fá þátttökurétt á úrtökumóti Bandaríkjamanna í júní. Blake Leeper hefur beðið um að málið sitt fái flýtimeðferð svo að hann geti tekið þátt í úrtökumótinu og tryggt sér sæti í Ólympíuliði Bandaríkjamanna. „Ég treysti CAS (Alþjóðaíþróttadómstólinn) til að samþykkja það að ég hef ekkert forskot á fullfæra keppendur. Ég vil bara fá sanngjarnt tækifæri til að keppa við þá,“ sagði Blake Leeper. Blake Leeper fæddist fótalaus fyrir neðan hné. Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur breytt afstöðu sinni til svona mála. Nú er sönnunarbyrðin hjá íþróttamanninum sjálfum því hann þarf að sýna það og sanna að gervifæturnir gefi honum ekki forskot. Blake Leeper was born without legs and runs on blade-like prosthetics. He wants to race in the Tokyo Olympics, and he's fast enough to have a shot. Earlier this month, World Athletics ruled him ineligible. He's filing an appeal today. https://t.co/zxSniKfbqX— Adam Kilgore (@AdamKilgoreWP) February 27, 2020 Leeper er ekki samt ekki Ólympíumeistari í sínum T43 fötlunarflokki. Hann var silfur í 400 metra hlaupi og brons í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra árið 2012 en í báðum hlaupunum tapaði hann fyrir Oscar Pistorius. Það var enginn Oscar Pistorius á Ólympíumótinu 2016 en heldur enginn Blake Leeper því hann var í keppnisbanni eftir að það fannst kókaín í sýni hans.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Sjá meira