Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í dag en drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í dag. Sýnt verður beint frá drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst drátturinn klukkan tólf.
Mörg ansi sterk félög eru eftir í pottinum en England, Spán og Þýskaland eiga öll tvö lið eftir í pottinum. Manchester United er komið áfram eftir stórsigurinn á Club Brugge í gær.
15 confirmed teams for the last 16:
— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 27, 2020
Rangers
Roma
Wolfsburg
LASK
Basel
Leverkusen
İstanbul Başakşehir
Wolves
Shakhtar
Inter
Manchester United
Olympiacos
Sevilla
Copenhagen
Getafe#UEL
Eitt Íslendingalið er eftir í pottinum en Ragnar Sigurðsson og félagar hans í FCK eru komnir áfram eftir magnaðan útisigur á Celtic á útivelli í gær. Það er ansi spennandi einvígi sem bíður Ragnars og félaga.
Enn á eftir að útkljá eitt einvígið en það er viðureign Salzburg og Eintracht Frankfurt. Leiknum var frestað í gær vegna veðurs en Frankfurt leiðir 4-1 eftir fyrri leikinn.
13:00 CET
— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 27, 2020
Nyon, Switzerland
Everything you need to know ahead of tomorrow's #UELdraw#UEL