Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 07:30 Luka Dončić (fyrir miðju) var frábær í nótt. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020 NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum