Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:30 Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18