Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2020 11:00 Frá skrifstofum Fréttablaðsins við Lækjargötu. Vísir/Sigurjón Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur. Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur.
Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45
Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00