Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 16:33 Trump forseti hefur ríka pólitíska hagsmuni af því að kórónuveiran skaði ekki efnahaginn á kosningaári. Hann hefur gert lítið úr alvarleika veirunnar undanfarna daga. Vísir/EPA Hvíta húsið er sagt með böggum hildar yfir neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á hlutabréfamarkaði af ótta við að það veiki stöðu Donald Trump forseta fyrir kosningar í haust. Trump sakar fjölmiðla um að kynda undir óróa á mörkuðum með umfjöllun um veiruna og hefur boðað til blaðamannafundar til að ræða hana í kvöld. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir fáleg viðbrögð við kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og breiðist nú út um heiminn. Bent hefur verið á að Trump rak allt viðbragðateymi ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldra og lagði niður embætti yfirmanns sóttvarna sem Obama-stjórnin kom á fót vegna ebólufaraldursins á sínum tíma, árið 2018. Í fjárlagatillögum sínum hefur Hvíta húsið jafnframt ítrekað lagt til verulegan niðurskurð á framlögum til Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) og Heilbrigðisstofnunarinnar. Þingið hafnaði þeim tillögum. Engu að síður felldi stjórnin niður verkefni um fyrirbyggjandi varnir gegn smitsjúkdómum í þróunarlöndum. Forsetinn, ráðgjafar hans og Sóttvarnastofnunin hafa svo talað í kross um alvarleika ástandsins. Trump tísti um í vikunni að bandarísk yfirvöld hefðu stjórn á veirunni, sama dag og fulltrúar CDC sögðu opinberlega að „óumflýjanlegt“ væri að veiran bærist til Bandaríkjanna og raskaði daglegu lífi þar. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, fullyrti einnig að veirunni væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirlýsingu CDC. Trump hefur jafnframt haldið því fram að faraldurinn muni réna þegar vorar þrátt fyrir að sérfræðingar telji þá fullyrðingu vafasama. Stjórnin hefur aðeins reynt að vinda kvæði sínu í kross síðustu daga með því að biðja Bandaríkjaþing um meira fjármagn til að glíma við veiruna. Nú síðast greindi Politico frá því að Hvíta húsið íhugaði nú að ráða sérstakan yfirmann til þess að samhæfa viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Segir fjölmiðla reyna að mála skrattann á veginn Markaðir á Wall Street brögguðust aðeins í morgun eftir fall undanfarinna daga sem rakið var til óróa vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. Trump og Hvíta hús hans hafa sérstakar áhyggjur af mögulegum efnahagslegum áhrif veirunnar. Gott efnahagsástand í Bandaríkjunum hefur verið talið sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember. Valdi kórónuveiran niðursveiflu á næstu mánuðum gæti það grafið undan möguleikum hans. Sakaði Trump því fjölmiðla og demókrata um að „gera allt mögulegt til að láta caronaveiruna [svo] virðast eins slæma og hægt er, þar á meðal með því að valda óðagoti á mörkuðum ef mögulegt“ í röð tísta þar sem hann stafaði nafn veirunnar rangt í dag. Tilkynnti hann um blaðamannafund sem hann ætlar að halda um kórónuveiruna ásamt fulltrúum sóttvarnastofnunarinnar klukkan 23:00 að íslenskum tíma í kvöld. „CDC og ríkisstjórn mín standa sig FRÁBÆRLEGA í að taka á kórónuveirunni, þar á meðal að loka landamærunum gagnvart ákveðum heimshlutum mjög snemma,“ tísti forsetinn. Árekstrar hafa þó átt sér stað innan alríkisstjórnar Trump. Utanríkisráðuneytið ákvað þannig að fljúga fjórtán Bandaríkjamönnum sem greindust með kórónuveiruna með hundruð annarra ósmitaðra einstaklinga frá Japan þvert á ráðleggingar sérfræðinga sóttvarnastofnunarinnar. Svo óánægð var stofnunin með ákvörðunina að hún baðst undan því að vera skrifuð fyrir fréttatilkynningu sem yfirvöld sendu út um hópnum hefði verið flogið heim. Low Ratings Fake News MSDNC (Comcast) & @CNN are doing everything possible to make the Caronavirus look as bad as possible, including panicking markets, if possible. Likewise their incompetent Do Nothing Democrat comrades are all talk, no action. USA in great shape! @CDCgov.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 26, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Hvíta húsið er sagt með böggum hildar yfir neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á hlutabréfamarkaði af ótta við að það veiki stöðu Donald Trump forseta fyrir kosningar í haust. Trump sakar fjölmiðla um að kynda undir óróa á mörkuðum með umfjöllun um veiruna og hefur boðað til blaðamannafundar til að ræða hana í kvöld. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir fáleg viðbrögð við kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og breiðist nú út um heiminn. Bent hefur verið á að Trump rak allt viðbragðateymi ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldra og lagði niður embætti yfirmanns sóttvarna sem Obama-stjórnin kom á fót vegna ebólufaraldursins á sínum tíma, árið 2018. Í fjárlagatillögum sínum hefur Hvíta húsið jafnframt ítrekað lagt til verulegan niðurskurð á framlögum til Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) og Heilbrigðisstofnunarinnar. Þingið hafnaði þeim tillögum. Engu að síður felldi stjórnin niður verkefni um fyrirbyggjandi varnir gegn smitsjúkdómum í þróunarlöndum. Forsetinn, ráðgjafar hans og Sóttvarnastofnunin hafa svo talað í kross um alvarleika ástandsins. Trump tísti um í vikunni að bandarísk yfirvöld hefðu stjórn á veirunni, sama dag og fulltrúar CDC sögðu opinberlega að „óumflýjanlegt“ væri að veiran bærist til Bandaríkjanna og raskaði daglegu lífi þar. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, fullyrti einnig að veirunni væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirlýsingu CDC. Trump hefur jafnframt haldið því fram að faraldurinn muni réna þegar vorar þrátt fyrir að sérfræðingar telji þá fullyrðingu vafasama. Stjórnin hefur aðeins reynt að vinda kvæði sínu í kross síðustu daga með því að biðja Bandaríkjaþing um meira fjármagn til að glíma við veiruna. Nú síðast greindi Politico frá því að Hvíta húsið íhugaði nú að ráða sérstakan yfirmann til þess að samhæfa viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Segir fjölmiðla reyna að mála skrattann á veginn Markaðir á Wall Street brögguðust aðeins í morgun eftir fall undanfarinna daga sem rakið var til óróa vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. Trump og Hvíta hús hans hafa sérstakar áhyggjur af mögulegum efnahagslegum áhrif veirunnar. Gott efnahagsástand í Bandaríkjunum hefur verið talið sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember. Valdi kórónuveiran niðursveiflu á næstu mánuðum gæti það grafið undan möguleikum hans. Sakaði Trump því fjölmiðla og demókrata um að „gera allt mögulegt til að láta caronaveiruna [svo] virðast eins slæma og hægt er, þar á meðal með því að valda óðagoti á mörkuðum ef mögulegt“ í röð tísta þar sem hann stafaði nafn veirunnar rangt í dag. Tilkynnti hann um blaðamannafund sem hann ætlar að halda um kórónuveiruna ásamt fulltrúum sóttvarnastofnunarinnar klukkan 23:00 að íslenskum tíma í kvöld. „CDC og ríkisstjórn mín standa sig FRÁBÆRLEGA í að taka á kórónuveirunni, þar á meðal að loka landamærunum gagnvart ákveðum heimshlutum mjög snemma,“ tísti forsetinn. Árekstrar hafa þó átt sér stað innan alríkisstjórnar Trump. Utanríkisráðuneytið ákvað þannig að fljúga fjórtán Bandaríkjamönnum sem greindust með kórónuveiruna með hundruð annarra ósmitaðra einstaklinga frá Japan þvert á ráðleggingar sérfræðinga sóttvarnastofnunarinnar. Svo óánægð var stofnunin með ákvörðunina að hún baðst undan því að vera skrifuð fyrir fréttatilkynningu sem yfirvöld sendu út um hópnum hefði verið flogið heim. Low Ratings Fake News MSDNC (Comcast) & @CNN are doing everything possible to make the Caronavirus look as bad as possible, including panicking markets, if possible. Likewise their incompetent Do Nothing Democrat comrades are all talk, no action. USA in great shape! @CDCgov.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 26, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30