Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 13:32 Milljarðar engisprettna herja nú á fjölda ríkja í Austur-Afríku og vestanverðri Asíu. Vísir/EPA Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní. Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Uppskera í austanverðri Afríku og vestanverðri Asíu er í hættu vegna gríðarlegs engisprettufaraldurs sem herjar á fjölda landa þar. Sameinuðu þjóðirnar biðla til ríkja heims um aukin fjárframlög til að verjast plágunni. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) segir að hungursneyð gæti vofað yfir Austur-Afríku fái ekki frekara fjármagn og biður um 62 milljónir dollara, jafnvirði tæpra átta milljarða íslenskra króna. Qu Dongyu, yfirmaður stofnunarinnar, segir að næstu vikur eigi eftir að skipta sköpum um hvort takist að halda faraldrinum í skefjum. Mesta hættan er talin á ferðum í löndum austanverðrar Afríku, Jemen, Persaflóaríkjum, Íran, Pakistan og á Indlandi. Í löndunum þremur sem hafa orðið verst úti til þessa, Kenía, Eþíópíu og Sómalíu, ætlar FAO að þurfi að úða um 100.000 hektara ræktarlands með skordýraeitri í hverju landi fyrir sig, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Löndin skortir búnað og mannskap til þess að glíma við pláguna. Þau þurfa farartæki, flugvélar, öryggisbúnað fyrir fólk, talstöðvar og GPS-tæki svo eitthvað sé nefnt. Sérfræðingar segja að mesta árangur beri að úða eitri úr lofti og á jörðu og að fylgjast stöðugt með svermunum þegar þeir ferðast um. Engispretturnar éta líkamsþyngd sína af fæðu á hverjum degi og fjölga sér svo hratt að talið er að fjöldi þeirra gæti fjögurhundruðfaldast fyrir júní.
Eþíópía Kenía Sameinuðu þjóðirnar Sómalía Tengdar fréttir Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14 Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Sjá meira
Óttast að engisprettufaraldur valdi hungursneyð í Austur-Afríku Sveimar sem herja á nokkur ríki í Austur-Afríku telja þegar hundruð milljarða engisprettna en Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjöldinn gæti fimmhundraðfaldast fyrir sumarið. 14. febrúar 2020 12:14
Mesti engisprettufaraldurinn í Kenía í sjötíu ár Fjölmörg ríki í austanverðri Afríku hafa þurft að glíma við eyðileggingu akra og uppskerubrest vegna mikils engisprettufaraldurs sem nú herjar. 24. janúar 2020 09:16