Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. febrúar 2020 14:19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvarinnar eru um 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Starfsmönnum var tilkynnt um ákvörðunina á fundi eftir hádegi. Miðstöðin var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna málsins segir að það sé í takt við nýsköpunarstefnu að leggja niður Nýsköpunarmiðstöðina. Hyggst ráðherra finna nýjan farveg fyrir þau verkefni sem haldið verður áfram en í tilkynningu ráðuneytisins segir að með breytingunum vilji ráðherra „stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi.“ Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar.Vísir/vilhelm Það sé niðurstaða mikillar greiningarvinnu að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar megi framkvæma undir öðru rekstrarformi. Þannig geti aðilar á markaði sinnt hluta verkefnanna og þá sé hluti verkefnanna „ekki forgangsverkefni hins opinbera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis nú og því hætt.“ „Eitt leiðarljósa nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Það er mikilvægt að endurskoða hlutverk opinberra stofnana reglulega svo stjórnvöld geti sem best þjónað hlutverki sínu um stuðning við nýsköpun í landinu,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Endurskoðun á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í takt við nýsköpunarstefnu „Eitt leiðarljósa nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Það er mikilvægt að endurskoða hlutverk opinberra stofnana reglulega svo stjórnvöld geti sem best þjónað hlutverki sínu um stuðning við nýsköpun í landinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, sem hefur í kjölfar nýsköpunarstefnu sett af stað vinnu, til að forgangsraða verkefnum í þágu nýsköpunarumhverfis á Íslandi. Í því ljósi kynnti nýsköpunarráðherra ríkisstjórn í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Með breytingunum vill nýsköpunarráðherra stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm „Í haust kynntum við til sögunnar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og aðgerðir í kjölfarið. Þetta er næsta skref. Framhaldið krefst samtals við fjölda hagsmunaaðila og við gefum okkur góðan tíma til að gæta þeirra mikilvægu verkefna sem við viljum forgangsraða og standa vörð um,“ segir Þórdís Kolbrún. Forgangsröðun fjögurra meginsviða stofnunarinnar Niðurstaða mikillar greiningarvinnu er sú að hluta verkefna NMÍ má framkvæma undir öðru rekstrarformi. Hluti verkefnanna geta verið framkvæmdir af aðilum á markaði og hluti verkefnanna er ekki forgangsverkefni hins opinbera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis nú og því hætt. Nýsköpunarráðherra hefur mótað áætlun um fjögur meginsvið stofnunarinnar, greint helstu verkefni og næstu skref eru að finna þeim farveg eftir þörfum í nýju rekstrarformi. 1. Starfshópi skipuðum fulltrúum ráðuneytisins, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og Byggingavettvangsins verður falið að taka sérstaklega til skoðunar vettvang fyrir byggingarannsóknir. Horft er til þess að fjármunum til byggingarannsókna verði t.a.m. beint í samkeppnissjóð og þannig stuðlað að öflugum rannsóknum á sviðinu. 2. Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni. 3. Stefnt verði að því að mælingar, prófanir og efnagreiningar, þ. á m. prófanir vegna mannvirkja og vegagerðar sem og mengunarmælingar vegna stóriðju verði framkvæmdar á faggildum prófunarstofum í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. 4. Stuðningur hins opinbera við nýsköpunarumhverfið á landsbyggðinni verður efldur, t.a.m. með eflingu stafrænna smiðja (Fablabs). Mikilvægt er að samþætta aðgerðir enn betur við sóknaráætlanir landshluta með samvinnu við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra. Bein framlög úr ríkissjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru nú rúmlega 700 milljónir króna árlega, að undanskildum kostnaði við húsnæði NMÍ í Keldnaholti, sem fært verður til ríkiseigna. Ráðgert er að tæplega helmingur þess fjármagns verði notaður til að fylgja eftir þeim verkefnum stofnunarinnar sem framhald verður á. Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri NMÍ, mun leiða vinnuna innan NMÍ og njóta stuðnings stýrihóps ráðuneytisins. Starfshópar verða skipaðir á næstu dögum til að styðja við verkefnið með aðkomu hagaðila. Starfsfólk NMÍ hefur verið upplýst um stöðuna. „Á þeim þrettán árum frá stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hefur umhverfið tekið stakkaskiptum. NMÍ hefur unnið mikilvægt starf að uppbyggingu á stuðningsumhverfi nýsköpunar og tækniþróunar á Íslandi. Í ljósi þeirra jákvæðu breytinga sem hafa orðið á umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla er eðlilegt að endurskoða aðkomu hins opinbera, sérstaklega þegar um ræðir jafn kvikt umhverfi og nýsköpun er. Í dag hafa fjölmargir aðilar bæst við flóru þeirra sem styðja við nýsköpun og frumkvöðla og taka þessi áform mið af því í samræmi við nýsköpunarstefnu,“ segir Þórdís Kolbrún. Nýsköpunarmiðstöð Íslands var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. „Sú aðstaða og aðstoð sem Nýsköpunarmiðstöð og starfsfólk hennar hefur veitt í gegnum árin hefur skipt sköpum fyrir fjölmarga frumkvöðla og fyrirtæki og tekið þátt í að skapa það nýsköpunarumhverfi sem við njótum dag. Sá árangur gerir okkur kleift að taka næstu skref inn í framtíð nýsköpunarlandsins Íslands,“ segir Þórdís Kolbrún, nýsköpunarráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð. Nýsköpun Stjórnsýsla Tímamót Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvarinnar eru um 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Starfsmönnum var tilkynnt um ákvörðunina á fundi eftir hádegi. Miðstöðin var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna málsins segir að það sé í takt við nýsköpunarstefnu að leggja niður Nýsköpunarmiðstöðina. Hyggst ráðherra finna nýjan farveg fyrir þau verkefni sem haldið verður áfram en í tilkynningu ráðuneytisins segir að með breytingunum vilji ráðherra „stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi.“ Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar.Vísir/vilhelm Það sé niðurstaða mikillar greiningarvinnu að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar megi framkvæma undir öðru rekstrarformi. Þannig geti aðilar á markaði sinnt hluta verkefnanna og þá sé hluti verkefnanna „ekki forgangsverkefni hins opinbera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis nú og því hætt.“ „Eitt leiðarljósa nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Það er mikilvægt að endurskoða hlutverk opinberra stofnana reglulega svo stjórnvöld geti sem best þjónað hlutverki sínu um stuðning við nýsköpun í landinu,“ er haft eftir Þórdísi í tilkynningunni sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Endurskoðun á Nýsköpunarmiðstöð Íslands í takt við nýsköpunarstefnu „Eitt leiðarljósa nýsköpunarstefnu fyrir Ísland er að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Það er mikilvægt að endurskoða hlutverk opinberra stofnana reglulega svo stjórnvöld geti sem best þjónað hlutverki sínu um stuðning við nýsköpun í landinu,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, sem hefur í kjölfar nýsköpunarstefnu sett af stað vinnu, til að forgangsraða verkefnum í þágu nýsköpunarumhverfis á Íslandi. Í því ljósi kynnti nýsköpunarráðherra ríkisstjórn í morgun áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Með breytingunum vill nýsköpunarráðherra stuðla að öflugum opinberum stuðningi þar sem hans er þörf í núverandi umhverfi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm „Í haust kynntum við til sögunnar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og aðgerðir í kjölfarið. Þetta er næsta skref. Framhaldið krefst samtals við fjölda hagsmunaaðila og við gefum okkur góðan tíma til að gæta þeirra mikilvægu verkefna sem við viljum forgangsraða og standa vörð um,“ segir Þórdís Kolbrún. Forgangsröðun fjögurra meginsviða stofnunarinnar Niðurstaða mikillar greiningarvinnu er sú að hluta verkefna NMÍ má framkvæma undir öðru rekstrarformi. Hluti verkefnanna geta verið framkvæmdir af aðilum á markaði og hluti verkefnanna er ekki forgangsverkefni hins opinbera í nýsköpun vegna þroskaðra umhverfis nú og því hætt. Nýsköpunarráðherra hefur mótað áætlun um fjögur meginsvið stofnunarinnar, greint helstu verkefni og næstu skref eru að finna þeim farveg eftir þörfum í nýju rekstrarformi. 1. Starfshópi skipuðum fulltrúum ráðuneytisins, háskólasamfélagsins, atvinnulífsins og Byggingavettvangsins verður falið að taka sérstaklega til skoðunar vettvang fyrir byggingarannsóknir. Horft er til þess að fjármunum til byggingarannsókna verði t.a.m. beint í samkeppnissjóð og þannig stuðlað að öflugum rannsóknum á sviðinu. 2. Komið verði á samstarfi ráðuneytisins, háskólasamfélagsins og atvinnulífs um rekstur nýsköpunargarða fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Þeir yrðu eins konar sjálfstætt framhald af hluta þeirrar starfsemi sem nú fer fram undir merkjum NMÍ, en rekstrarform yrði með öðrum hætti. Stefnt er að því að starfsemi nýsköpunargarða verði staðsett í Vatnsmýrinni. 3. Stefnt verði að því að mælingar, prófanir og efnagreiningar, þ. á m. prófanir vegna mannvirkja og vegagerðar sem og mengunarmælingar vegna stóriðju verði framkvæmdar á faggildum prófunarstofum í samræmi við alþjóðlegar gæðakröfur. 4. Stuðningur hins opinbera við nýsköpunarumhverfið á landsbyggðinni verður efldur, t.a.m. með eflingu stafrænna smiðja (Fablabs). Mikilvægt er að samþætta aðgerðir enn betur við sóknaráætlanir landshluta með samvinnu við landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög, Byggðastofnun og atvinnulífið. Unnið er að því að fara í gegnum alla samninga og skuldbindingar stofnunarinnar og tímaramma þeirra. Staðið verður við þá samninga og þær skuldbindingar sem að stofnuninni snúa. Skoðað verður hvernig verkefnin falla að nýjum áherslum í stuðningi við nýsköpun og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um framhald þeirra. Bein framlög úr ríkissjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru nú rúmlega 700 milljónir króna árlega, að undanskildum kostnaði við húsnæði NMÍ í Keldnaholti, sem fært verður til ríkiseigna. Ráðgert er að tæplega helmingur þess fjármagns verði notaður til að fylgja eftir þeim verkefnum stofnunarinnar sem framhald verður á. Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri NMÍ, mun leiða vinnuna innan NMÍ og njóta stuðnings stýrihóps ráðuneytisins. Starfshópar verða skipaðir á næstu dögum til að styðja við verkefnið með aðkomu hagaðila. Starfsfólk NMÍ hefur verið upplýst um stöðuna. „Á þeim þrettán árum frá stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hefur umhverfið tekið stakkaskiptum. NMÍ hefur unnið mikilvægt starf að uppbyggingu á stuðningsumhverfi nýsköpunar og tækniþróunar á Íslandi. Í ljósi þeirra jákvæðu breytinga sem hafa orðið á umhverfi nýsköpunar og frumkvöðla er eðlilegt að endurskoða aðkomu hins opinbera, sérstaklega þegar um ræðir jafn kvikt umhverfi og nýsköpun er. Í dag hafa fjölmargir aðilar bæst við flóru þeirra sem styðja við nýsköpun og frumkvöðla og taka þessi áform mið af því í samræmi við nýsköpunarstefnu,“ segir Þórdís Kolbrún. Nýsköpunarmiðstöð Íslands var sett á fót árið 2007 með sameiningu Iðntæknistofnunar og Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. „Sú aðstaða og aðstoð sem Nýsköpunarmiðstöð og starfsfólk hennar hefur veitt í gegnum árin hefur skipt sköpum fyrir fjölmarga frumkvöðla og fyrirtæki og tekið þátt í að skapa það nýsköpunarumhverfi sem við njótum dag. Sá árangur gerir okkur kleift að taka næstu skref inn í framtíð nýsköpunarlandsins Íslands,“ segir Þórdís Kolbrún, nýsköpunarráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýsköpun Stjórnsýsla Tímamót Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira