Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2020 06:55 Frá Costa Adeje á Tenerife. Vísir/getty Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17