Fastur með 800 rafmagnshlaupahjól í tollinum Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2020 13:59 Guðni getur vart lýst því hversu feginn hann er að vera loksins búinn að fá hjólin úr tolli. En það kostaði sitt. visir/vilhelm Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus fékk loksins, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Þegar Vísir heyrði í honum skömmu fyrir síðustu helgi var hann nýkominn af fundi hjá tollinum og hafði þá fengið úrlausn sinna mála eftir mikið stapp, japl, jaml og fuður. Og fjárhagslegt tjón. Guðni var í tilfinningalegu uppnámi þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann. „Ég er svo feginn að þetta sé að leysast að ég er til í að fyrirgefa allt. En, það þurfa allir aðilar að reyna að læra af þessu,“ segir Guðni. 800 rafhlaupahjól föst í tollinum Guðni keypti og flutti inn 800 rafhlaupahjól fyrir áramót. Hann ætlaði að koma þeim á markað fyrir jól en þá kom babb í bátinn. Hann fékk gáminn ekki úr tollinum. Guðni segir að ekki hafi verið við tollayfirvöld að sakast heldur setti vinnueftirlitið niður fótinn. Guðni finnur þeim allt til foráttu. Hann segist vera með CE-vottun fyrir hjólunum, sem er viðurkenndur evrópskir staðall auk þess sem Guðni var með alla tilskylda pappíra tilbúna, eða svo hélt hann, fyrir hjólunum. En það dugði þeim í vinnueftirlitinu ekki. „Yfirleitt flytur þú eitthvað inn, sýnir vörureikning og reiknar með því að það dugi. Stundum eru teknar stykkprufur. Flott. Engin vandamál hér. En, ef þú ert með rafhjól þá fer allt í lás.“ Allt tortryggt Guðni segir að vinnueftirlitið hafi kallað eftir upprunavottorði og véfengt alla pappíra. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ segir Guðni sem þurfti örvæntingarfullur að fara milli Heródesar og Pílatusar í leit að gögnum sem vinnueftirlitið sætti sig við. Guðni loksins kominn með gáminn í hendurnar. Víst er að þessi töf sem orðið hefur á afgreiðslu gámsins hefur tekið á Guðna og kostað hann verulega fjármuni.visir/Vilhelm „Þetta getur verið stórtjón, hefur þegar valdið mér stórtjóni, sem hefði getað verið enn verra, ef verksmiðjan hefði verið erfið í samstarfi, þá hefði ég örugglega aldrei fengið þetta. Tapað mál og ég hefði getað skellt í lás, misst allt og fundið mér annað heimili … á leigumarkaði.“ Guðni segist hafa fyrir því heimildir að mál sem þessi séu að hrannast upp og hann vill vara menn og fyrirtæki sem vilja flytja rafhjól til landsins við. Að vera með alla pappíra á hreinu. Hann hafi aldrei lent í öðru eins. „Ég hef aldrei verið með vöru sem er tekin svona fyrir að pappírar sem fylgja vörunni eru ekki teknir gildir.“ Stórtjón fyrirliggjandi Að sögn Guðna var hrikalegt að lenda í þessu og hann getur vart lýst feginleikanum sem því fylgdi að fá þetta loks í gegn. Hann greip til þess að ráða sér lögfræðing og þá fyrst fóru hjólin að snúast. „En þetta hefur tekið mjög á okkur fjölskylduna. Bara að sitja uppi með gáminn fastan í tolli kostar 600 þúsund krónur á mánuði. Það er komið upp í 1,2 milljón. Ég er með hátt í 20 milljónir bundnar í þessu. Ég fyrirframgreiddi vöruna. Hræðilegt uppá allt peningastreymi í fyrirtækinu. Og svo töpuð sala. Þetta átti að vera jólasala. Svo ferming og sumarið. Ég var byrjaður að auglýsa. Ég þori ekki að taka þetta saman. Reyni bara að standa þetta af mér,“ segir Guðni sem er byrjaður að taka hjólin út úr gámi sínum. Samgöngur Tollgæslan Rafhlaupahjól Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Actus fékk loksins, eftir langvinna baráttu sína við kerfið, að leysa 800 rafhlaupahjól sín út úr tollinum. Þegar Vísir heyrði í honum skömmu fyrir síðustu helgi var hann nýkominn af fundi hjá tollinum og hafði þá fengið úrlausn sinna mála eftir mikið stapp, japl, jaml og fuður. Og fjárhagslegt tjón. Guðni var í tilfinningalegu uppnámi þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann. „Ég er svo feginn að þetta sé að leysast að ég er til í að fyrirgefa allt. En, það þurfa allir aðilar að reyna að læra af þessu,“ segir Guðni. 800 rafhlaupahjól föst í tollinum Guðni keypti og flutti inn 800 rafhlaupahjól fyrir áramót. Hann ætlaði að koma þeim á markað fyrir jól en þá kom babb í bátinn. Hann fékk gáminn ekki úr tollinum. Guðni segir að ekki hafi verið við tollayfirvöld að sakast heldur setti vinnueftirlitið niður fótinn. Guðni finnur þeim allt til foráttu. Hann segist vera með CE-vottun fyrir hjólunum, sem er viðurkenndur evrópskir staðall auk þess sem Guðni var með alla tilskylda pappíra tilbúna, eða svo hélt hann, fyrir hjólunum. En það dugði þeim í vinnueftirlitinu ekki. „Yfirleitt flytur þú eitthvað inn, sýnir vörureikning og reiknar með því að það dugi. Stundum eru teknar stykkprufur. Flott. Engin vandamál hér. En, ef þú ert með rafhjól þá fer allt í lás.“ Allt tortryggt Guðni segir að vinnueftirlitið hafi kallað eftir upprunavottorði og véfengt alla pappíra. „Það var allt tortryggt. Allt þurfti að koma beint frá framleiðanda sem ekki var auðvelt því framleiðandinn er úti í Kína. Þar er allt hálflamað,“ segir Guðni sem þurfti örvæntingarfullur að fara milli Heródesar og Pílatusar í leit að gögnum sem vinnueftirlitið sætti sig við. Guðni loksins kominn með gáminn í hendurnar. Víst er að þessi töf sem orðið hefur á afgreiðslu gámsins hefur tekið á Guðna og kostað hann verulega fjármuni.visir/Vilhelm „Þetta getur verið stórtjón, hefur þegar valdið mér stórtjóni, sem hefði getað verið enn verra, ef verksmiðjan hefði verið erfið í samstarfi, þá hefði ég örugglega aldrei fengið þetta. Tapað mál og ég hefði getað skellt í lás, misst allt og fundið mér annað heimili … á leigumarkaði.“ Guðni segist hafa fyrir því heimildir að mál sem þessi séu að hrannast upp og hann vill vara menn og fyrirtæki sem vilja flytja rafhjól til landsins við. Að vera með alla pappíra á hreinu. Hann hafi aldrei lent í öðru eins. „Ég hef aldrei verið með vöru sem er tekin svona fyrir að pappírar sem fylgja vörunni eru ekki teknir gildir.“ Stórtjón fyrirliggjandi Að sögn Guðna var hrikalegt að lenda í þessu og hann getur vart lýst feginleikanum sem því fylgdi að fá þetta loks í gegn. Hann greip til þess að ráða sér lögfræðing og þá fyrst fóru hjólin að snúast. „En þetta hefur tekið mjög á okkur fjölskylduna. Bara að sitja uppi með gáminn fastan í tolli kostar 600 þúsund krónur á mánuði. Það er komið upp í 1,2 milljón. Ég er með hátt í 20 milljónir bundnar í þessu. Ég fyrirframgreiddi vöruna. Hræðilegt uppá allt peningastreymi í fyrirtækinu. Og svo töpuð sala. Þetta átti að vera jólasala. Svo ferming og sumarið. Ég var byrjaður að auglýsa. Ég þori ekki að taka þetta saman. Reyni bara að standa þetta af mér,“ segir Guðni sem er byrjaður að taka hjólin út úr gámi sínum.
Samgöngur Tollgæslan Rafhlaupahjól Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent