Eftir þrjá leiki í röð án sigurs í ensku úrvalsdeildinni vann Wolves Norwich City, 3-0, í dag.
Diego Jota skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og í þeim seinni skoraði Raúl Jiménez þriðja mark Úlfanna.
Jota skoraði þrennu í 4-0 sigri Wolves á Espanyol í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og hefur því gert fimm mörk í síðustu tveimur leikjum.
Wolves er í 8. sæti deildarinnar með 39 stig. Liðið hefur haldið hreinu í þremur leikjum í röð í efstu deild í fyrsta sinn síðan 1981.
- @Wolves keep 3 successive top flight clean sheets for the first time since 1981. #WOLNOR
— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 23, 2020
Staða Norwich er afar slæm. Liðið er á botni deildarinnar með 18 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.