Ungum fíklum fækkað en vandi þeirra að aukast Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 22. febrúar 2020 22:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/baldur Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ungmennum sem leita á Vog vegna vímuefnavanda hefur fækkað en neyslan verður stöðugt alvarlegri. Yfirlæknir á Vogi segir að grípa þurfi fyrr inn í aðstæður hjá áhættuhópum. Ef litið er á þróun innlagna á sjúkrahúsið vog má sjá að allt frá árinu 2000 hefur unglingum sem þangað leita fækkað umtalsvert og bera bráðabirgðatölur frá síðasta ári með sér að þeir hafa ekki verið færri síðan um miðjan níunda áratuginn. „Ég myndi svo sannarlega segja að það sé jákvæð þróun. Að minnsta kosti er vandinn minni í þessum stóra hópi, þó svo að í þessum litla hópi sem þarf að koma í meðferð, þá er hann alvarlegri. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Unglingarnir neyti harðari efna. „Yfir þrjátíu prósent þeirra eru að sprauta vímuefnum í æð, til dæmis. Við sjáum meiri aukningu á örvandi efnum.“ Dauðsföllum unglinga vegna vímuefnaneyslu fer jafnframt fjölgandi „Og það höfum við séð síðustu árin og því miður, ef við skoðum bara þá sem hafa komið til okkar, þá eiga þeir stóran hluta af dauðsföllum þeirra sem deyja svona ungir. Þessi sjúkdómur sem við erum að meðhöndla er býsna alvarlegur.“ Stöð 2 Harðari neysla ungmenna sem leita á Vog kann að bera með sér þessi hópur búi við alvarlegri félaglegan eða geðrænan vanda „Auðvitað þýðir þetta það að við þurfum kannski að vera ákveðnari í að finna áhættuhópana og grípa inn í fyrr, í skólakerfinu, heilsugæslunni og beina sjónum okkar að þeim sem eru í áhættu fyrst og fremst.“ Hún leggur áherslu á að mikið sé gert fyrir ólögráða börn í vanda, á vettvangi Barnaverndarstofu og SÁÁ. „Og sérstaklega mikið við foreldra og yngri systkini, þetta skiptir allt mjög miklu máli. Við erum með stóran hóp af ungmennum sem koma í eftirfylgni í göngudeild, sem er mjög jákvætt, því það skiptir máli fyrir þau að endurhæfast félagslega líka.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira