Sjá fjórði yngsti í sögunni til að skora 50 stig í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 16:30 Trae Young, til hægri, er að spila frábærlega í NBA-deildinni í vetur og að verða ein af súperstjörnum deildarinnar. Getty/Todd Kirkland Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt. NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Hinn ungi og frábæri Trae Young átti sinn besta leik á NBA-ferlinum í nótt þegar hann fór fyrir liði sínu Atlanta Hawks í frekar óvæntum sigri á Miami Heat. Trae Young var með 50 stig og 8 stoðsendingar í 129-124 sigri Atlanta Hawks liðsins. Trae Young þurfti aðeins 25 skot til að skora þessi 50 stig sín en hann hitti úr 8 af 15 þriggja stiga skotum sínum og setti niður 18 af 19 vítaskotum. Some context on Trae Young's 50-point game: 4th-youngest player to ever score 50 points in game (LeBron 3x, Devin Booker, Brandon Jennings) 1st Hawks player with a 50-point game since 2001 (Shareef Abdur-Rahim) pic.twitter.com/Nin4ftS5HC— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 21, 2020 Trae Young er sá fjórði yngsti til að skora 50 stig í leik í NBA-deildinni en aðeins LeBron James (3 sinnum), Devin Booker og Brandon Jennings voru yngri en hann. Trae Young varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn undir 22 ára til að brjóta fimmtíu stiga múrinn síðan að Devin Booker skoraði 70 stig í mars fyrir þremur árum. Trae Young becomes the first player to score 50+ points in a game at 21 years old or younger since Devin Booker (70 PTS) on 3/24/2017 vs. Boston. pic.twitter.com/cjOkUzh9lE— NBA.com/Stats (@nbastats) February 21, 2020 Trae Young var sérstaklega öflugur í lokaleikhlutanum þegar Atlanta Hawks liðið var að landa sigrinum. Hann skoraði þá 17 af 39 stigum sínum liðs á sama tíma og liðið vann upp sjö stiga forystu Miami Heat og tryggði sér sigurinn. Hinn 21 árs gamli Trae Young hefur nú skorað 40 stig eða meira í sex leikjum síðan í byrjun janúar. Það er engin vafi á því að Trae Young er orðinn að stórstjörnu í NBA-deildinni en hann er eins og er í 2. sæti í bæði stigaskorun og stoðsendingum. Trae Young er með 29,7 stig og 9,2 stoðsendingar að meðaltali í leik en á sínu fyrsta tímabili í fyrra þá var hann með 19,1 stig og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Trae Young er því að skora meira en tíu stigum meira að meðaltali í leik á þessu tímabili en á nýliðatímabilinu sínu. Hann hefur líka hækkað þriggja stiga skotnýtingu sína úr 32 prósentum upp í 37 prósent. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessari mögnuðu frammistöðu Trae Young á móti Miami Heat í nótt.
NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira