Ástin skorar hærra hjá þjóðinni en enski boltinn Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Vinsældir þáttanna á Íslandi eru langt því frá að vera einsdæmi. Getty/Rick Rowell Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira