Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Allir sex sem sinna þrifum í Réttarholtsskóla eru í Eflingu og hefur verkfallið því mikil áhrif á skólastarf. Víða í skólanum er farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur. „Ástandið er ekki gott. Við þurftum að loka skólanum í dag. Hér eru starfandi sex starfsmenn sem eru innan Eflinga og eru í verkfalli þeir sjá um öll þrif á skólanum. Þannig að eftir þrjá daga með 450 manns í húsi þá fer staðurinn að láta á sjá. Þannig að við töldum best að loka í dag,“ segir Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla. Hún segir mest mæða á salernum þar sem staðan sé slæm og á matsalnum. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri í Réttarholtsskóla segir óvíst hvenær nemendur komast aftur í skólann.Vísir/Egill Margrét er sú eina í skólanum sem má ganga í störf Eflingarfólks í verkfalli. Hún hefur hingað til séð um að taka til í matsalnum. „Þannig ég hef staðið vaktina í hádeginu og gengið frá eftir hádegismat,“ segir Margrét. Áhrifa verkfallsins gætir í fleiri skólum þar sem mörg börn hafa þurft að koma með nesti síðustu daga. Þá er misjafnt hversu vel gengur að halda skólunum hreinum þar sem Eflingarfólk sér um þrif í mörgum þeirra. Í Grandaskóla hefur aðeins tekist að halda hluta skólans í horfinu og því er bara hægt að taka á móti hluta nemenda á morgun og næstu daga. Fleiri skólar sjá fram á að þurfa að fara sömu leið ef ekki tekst að leysa kjaradeiluna á næstunni og skerða skólastarf. Margrét segir óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. „Við munum upplýsa foreldra á morgun hver endanleg niðurstaða verður með næstu viku en það er svona í burðarliðnum að bjóða 10. bekk upp á kennslu hér bóklega. Allavega þrjá daga í næstu viku og hugsanlega eitthvað 9. bekk og svo einhverskonar fjarnám,“ segir Margrét.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira