„Óviðunandi að lögum sé ekki fylgt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020. Vísir/Sigurjón Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi. Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Það er óviðunandi að lögum um hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sé ekki fylgt segir forsætisráðherra. Það sé stórt langtímaverkefni fyrir höndum til að bregðast við kynjaskiptum vinnumarkaði og námsvali á Íslandi. Jafnréttisþing 2020 fór fram í Hörpu í dag. Silja Bára Ómarsdóttir, formaður jafnréttisráðs, stýrði fundinum en hún vakti athygli á því, að líkt og svo oft áður þegar jafnréttismál eru til umfjöllunar, hafi konur verið miklu fleiri í salnum. Í opnunarávarpi sýnu kynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars nýja skýrslu um jafnréttismál. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Enn sé tími til stefnu til að ljúka innleiðingu. Þótt fjölmargt annað hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni þurfi að gera enn betur á ýmsum sviðum. „Sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi, kynjaskiptu námsvali og sömuleiðis líka þeirri staðreynd að allt of fáar konur gegna stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi,“ segir Katrín. Óafgreitt frumvarp um viðurlög liggur fyrir Alþingi Spurð hvort til standi að bregðast við því með einhverjum hætti, til að mynda með viðurlögum eða íhlutun af hálfu ríkisins bendir Katrín á að Alþingi gæti brugðist við. „Alþingi getur náttúrlega tekið afstöðu til frumvarps sem að liggur inni til að mynda um að sett verði viðurlög við því að fyrirtæki fylgi ekki þeim lögum sem að sett voru á sínum tíma um að konur skuli að minnsta kosti vera 40% stjórnarmanna. Ég styð það frumvarp mjög eindregið af því mér finnst það óviðunandi að lögum sé ekki fylgt,“ segir Katrín. Vísar hún þar til frumvarps flokkssystur sinnar, Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, sem mælt var fyrir á Alþingi í október 2018 en hefur ekki náð fram að ganga. Í frumvarpinu er kveðið á um dagssektir sem geti numið frá tíu til hundrað þúsund krónum sem heimilt verði að leggja á félög og fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrði laganna. Meðflutningsmenn frumvarpsins koma úr öllum flokkum á Alþingi.
Alþingi Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira