Samstarfsfólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Fólk sem baktalar mikið og er í því að dreifa kjaftasögum er dæmi um fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn. Vísir/Getty Að starfa í eitruðu andrúmslofti með neikvæðu fólki getur tekið á hvern sem er en algeng mistök stjórnenda geta falist í því að taka ekki á vanda sem þessum. Í rannsókn sem gerð var í Harvard árið 2018 sýndu niðurstöður hins vegar að það getur verið hverjum vinnustað mjög dýrkeypt ef ekki er gripið í taumana. Meðal þess sem fram kom í svörum hjá um sextíu þúsund manns sem tóku þátt í rannsókninni voru eftirfarandi niðurstöður: Þegar andrúmsloft er neikvætt fjarlægist starfsfólk vinnustað sinn og huglæg tenging þess við vinnuna minnkar Tæplega helmingur starfsmanna sögðust ósjálfrátt draga úr vinnuafköstum eða minnka viðveru ef andrúmsloft vinnustaðarins er neikvætt 38% svarenda sögðust viljandi draga úr vandvirkni við vinnu þegar andrúmsloft er neikvætt Um fjórðungur svarenda viðurkenndu að láta neikvæða andrúmsloftið á vinnustaðnum bitna á viðskiptavinum 12% svarenda sögðust hafa hætt í starfi vegna neikvæðs andrúmslofts Oft þarf aðeins einn aðila á vinnustað sem eitrar allt andrúmsloftið. Í rannsókninni var spurt um áhrif þess að hafa unnið með samstarfsfélaga sem viðkomandi upplifði á neikvæðan hátt. Í niðurstöðum komu m.a. eftirfarandi atriði fram: 80% aðspurðra sögðust upplifa kvíða yfir mögulegum dónaskap eða neikvæðri framkomu tiltekins starfsmanns 78% viðurkenndu að missa áhuga á vinnustaðnum vegna viðkomandi aðila 66% sögðu afköst sín lakari vegna viðkomandi aðila 63% höfðu komið sér undan vinnu til að forðast viðkomandi aðila. En hvaða fólk er þetta? Það fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn eða samstarfsfólk sitt var flokkað í sex mismunandi hópa miðað við mismunandi karaktereinkenni: Samstarfsfólk sem eru meistarar í að fresta hlutunum, koma verkefnum yfir á aðra eða eru með endalausar afsakanir fyrir því að geta ekki sinnt einhverjum verkefnum Samstarfsfólk sem leggur annað fólk í einelti með endurtekinni neikvæðri hegðun og áreitni Samstarfsfólk sem baktalar og er í því að dreifa kjaftasögum Samstarfsfólk sem vill ekki eiga samneyti við aðra og sýnir með framkomu sinni og hegðun að þeir hafa ekki áhuga á liðsheildinni Tilfinningahrakið, þ.e. fólk sem segist alltaf eiga svo erfitt og talar endalaust um hvað þeim líður illa Samstarfsfólk sem veit allt og kann allt betur en aðrir. Vinnustaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Sjá meira
Að starfa í eitruðu andrúmslofti með neikvæðu fólki getur tekið á hvern sem er en algeng mistök stjórnenda geta falist í því að taka ekki á vanda sem þessum. Í rannsókn sem gerð var í Harvard árið 2018 sýndu niðurstöður hins vegar að það getur verið hverjum vinnustað mjög dýrkeypt ef ekki er gripið í taumana. Meðal þess sem fram kom í svörum hjá um sextíu þúsund manns sem tóku þátt í rannsókninni voru eftirfarandi niðurstöður: Þegar andrúmsloft er neikvætt fjarlægist starfsfólk vinnustað sinn og huglæg tenging þess við vinnuna minnkar Tæplega helmingur starfsmanna sögðust ósjálfrátt draga úr vinnuafköstum eða minnka viðveru ef andrúmsloft vinnustaðarins er neikvætt 38% svarenda sögðust viljandi draga úr vandvirkni við vinnu þegar andrúmsloft er neikvætt Um fjórðungur svarenda viðurkenndu að láta neikvæða andrúmsloftið á vinnustaðnum bitna á viðskiptavinum 12% svarenda sögðust hafa hætt í starfi vegna neikvæðs andrúmslofts Oft þarf aðeins einn aðila á vinnustað sem eitrar allt andrúmsloftið. Í rannsókninni var spurt um áhrif þess að hafa unnið með samstarfsfélaga sem viðkomandi upplifði á neikvæðan hátt. Í niðurstöðum komu m.a. eftirfarandi atriði fram: 80% aðspurðra sögðust upplifa kvíða yfir mögulegum dónaskap eða neikvæðri framkomu tiltekins starfsmanns 78% viðurkenndu að missa áhuga á vinnustaðnum vegna viðkomandi aðila 66% sögðu afköst sín lakari vegna viðkomandi aðila 63% höfðu komið sér undan vinnu til að forðast viðkomandi aðila. En hvaða fólk er þetta? Það fólk sem hefur neikvæð áhrif á vinnustaðinn eða samstarfsfólk sitt var flokkað í sex mismunandi hópa miðað við mismunandi karaktereinkenni: Samstarfsfólk sem eru meistarar í að fresta hlutunum, koma verkefnum yfir á aðra eða eru með endalausar afsakanir fyrir því að geta ekki sinnt einhverjum verkefnum Samstarfsfólk sem leggur annað fólk í einelti með endurtekinni neikvæðri hegðun og áreitni Samstarfsfólk sem baktalar og er í því að dreifa kjaftasögum Samstarfsfólk sem vill ekki eiga samneyti við aðra og sýnir með framkomu sinni og hegðun að þeir hafa ekki áhuga á liðsheildinni Tilfinningahrakið, þ.e. fólk sem segist alltaf eiga svo erfitt og talar endalaust um hvað þeim líður illa Samstarfsfólk sem veit allt og kann allt betur en aðrir.
Vinnustaðurinn Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Sjá meira