Forseti og forsætisráðherra Malí handteknir af uppreisnarhermönnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 20:58 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir hóp fólks sem safnast hefur saman á Sjálfstæðistorginu í Bamako í Malí fagna hermönnum sem keyra í gegn um þvöguna. Getty/Stringer Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima. Malí Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Forseti Malí, Ibrahim Boubacar Keïta hefur verið handtekinn af uppreisnarhermönnum að sögn talsmanns ríkisstjórnarinnar. Boubou Cissé, forsætisráðherra landsins hefur einnig verið handtekinn, þrátt fyrir að hann hafi kallað eftir samtali við uppreisnarmennina. Valdaránstilraunin hófst í morgun, þriðjudag, í einum aðalherbúðum landsins nærri höfuðborg landsins, Bamako, þegar uppreisnarhermennirnir hófu skothríð. Uppreisnarhermennirnir tóku einnig yfirmenn sína í hald og tóku stjórn á Kati herbúðunum. Í höfuðborginni sjálfri bar hópur ungra manna eld að dómsmálaráðuneytinu nokkrum klukkustundum síðar. Uppreisnin hefur verið fordæmd af Ecowas, Afríkusambandinu og Frakklandi, fyrrverandi nýlenduherra Malí. Önnur uppreisnin á innan við áratug Uppreisnina leiða samkvæmt fréttaflutningi BBC þeir Malick Diaw ofursti í hernum og hershöfðinginn Sadio Camara. Eftir að uppreisnarhermennirnir tóku yfir Kati herbúðirnar héldu þeir til höfuðborgarinnar og seinnipartinn í dag réðust þeir inn á heimili Keïta og handtóku forsetann og forsætisráðherra hans, en þeir voru báðir staddir heima hjá Keïta. Óljóst er hvers vegna valdaránstilraunin var framin á þessum tíma og ekki er vitað hve margir uppreisnarhermennirnir eru. Einhverjir segja að ástæða uppreisnarinnar séu kjaradeilur. Önnur uppreisn var gerð í Kati búðunum árið 2012 af hermönnum sem voru ósáttir með aðgerðarleysi yfirmanna sinna vegna uppgangs hryðjuverkamanna og öfgatrúarhópa, þar á meðal Tuareg skæruliða, sem ráða ríkjum í norðurhluta Malí. Hafa krafist afsagnar Keïta svo mánuðum skipti Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í marga mánuði og hefur fjölmennur hópur fólks tekið þátt í þeim. Krafa mótmælenda hefur verið að Keïta forseti landsins segi af sér. Því er ekki að undra þó mótmælendur bjóði uppreisnarhermennina velkomna. Ibrahim Boubacar Keïta var kjörinn forseti í annað sinn árið 2018 en víða hafa ásakanir um spillingu skotið upp kollinum. Hann hefur einnig verið ásakaður um að hafa ekki staðið vel að efnahagsmálum og að ofbeldi í landinu hafi aukist í valdatíð hans, þar á meðal vegna uppgangs hryðjuverkamanna í norðrinu. Hver hafa viðbrögð við uppreisninni verið? Stjórnarformaður sendinefndar Afríkusambandsins, Moussa Faki Mahamat, fordæmdi í dag handtökuna á forsetanum og forsætisráðherranum. Þá hvatti Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkjanna, Ecowas, uppreisnarmennina til að snúa aftur til herbúða sinna. Þá sagði utanríkisráðherra Frakklands, Jean Yves Le Drian í yfirlýsingu að hann fordæmdi þessa alvarlegu atburði og hann hvatti uppreisnarhermennina einnig til að snúa aftur til búða sinna. Fyrr í dag hafði franska sendiráðið í Bamako tíst því að það hvetti fólk eindregið til að halda sig heima.
Malí Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira