Leikarinn Ben Cross er látinn Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:27 Ben Cross í London árið 2010. Getty Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial. Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örmum leiðsögumanns á Íslandi Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira
Enski leikarinn Ben Cross, sem þekktastur er fyrir að leika hlauparann Harold Abrahams í Óskarsverðlaunamyndinni Chariots of Fire, er látinn, 72 ára að aldri. BBC segir hann hafa andast „skyndilega“ eftir stutt veikindi. Hann lést í Vínarborg í Austurríki. Ben Cross í hlutverki Harold Abrahams í myndinni Chariots of Fire.Getty Dóttir Cross, Lauren, segir í færslu á Facebook að hún sé miður sín vegna andláts „elsku föður“ síns. Hann hafi verið veikur í nokkurn tíma, en að heilsu hans hafi svo hrakað mikið síðustu vikuna. Cross hafði nýverið lokið við tökur á hryllingsmyndinni The Devil‘s Light og þá mun hann birtast í einu aðalhlutverka rómantískrar myndar, Last Letter from Your Lover síðar á þessu ári. Cross nam leiklist í Royal Academy of Dramatic Arts (Rada) og tók að sér fyrsta kvikmyndahlutverk sitt í myndinni A Bridge Too Far árið 1977 eftir að hafa áður starfað mest í leikhúsi. Í þeirri mynd lék hann á móti Sir Sean Connery og Sir Michael Caine. Cross fór með hlutverk gyðingsins Harold Abrahams í Chariots of Fire sem frumsýnd var árið 1981 og fjallaði um sögu tveggja breskra hlaupara sem keppa á Ólympíuleikum árið 1924. Var myndin vala besta mynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni. Meðal annarra hlutverka Cross má nefna Malagant í myndinni First Knight frá árinu 1995 og Sarek í Star Trek árið 2009. Þá fór hann með hlutverk Rudolf Hess í framleiðslu BBC frá árinu 2006, Nuremberg: Nazis on Trial.
Bíó og sjónvarp Bretland Andlát Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Fann ástina í örmum leiðsögumanns á Íslandi Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Sjá meira