Tveir kennarar í Lindaskóla eru nú í sóttkví eftir að hafa átt í samskiptum við smitaðan einstakling sem var í tvo daga í skólanum. Þá er þriðji kennarinn einnig í sóttkví, en sá var á skíðum í Austurríki.
Þetta kemur fram í tölvupósti sem var sendur til foreldra nemenda í Lindaskóla í dag en greint er frá málinu á vef mbl.is.
Í tölvupóstinum kemur fram að einstaklingurinn hafi fengið þær niðurstöður um helgina að hann væri með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Hann hafi verið í skólanum í tvo daga en ekki átt náin samskipti við nemendur eða aðra starfsmenn.
„Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur haft málið til skoðunar og niðurstaða þeirra er sú að ekki þurfi að senda fleiri í sóttkví skólanum vegna þess. Þriðji kennarinn var á skíðum í Austurríki og fór í sóttkví um leið og hann kom heim,“ segir jafnframt í póstinum.
Fjöldi smitaðra hér á landi er 65 og bættust fimm við í dag. Þrjú smitanna sem greind voru í dag eru innanlandssmit en hin tvö má rekja til skíðasvæðanna í Ölpunum. Alls hafa því 13 manns smitast hér á landi.
Um fimmhundruð manns eru nú í sóttkví hér á landi.
Tveir kennarar í sóttkví eftir að smitaður einstaklingur var í skólanum

Tengdar fréttir

Starfsmaður forsætisráðuneytisins smitaður af kórónuveirunni
Starfsmaður í forsætisráðuneytinu hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

Heyrir daglega í fjölskyldu sinni í gengum síma vegna heimsóknarbanns
Íbúi á Hrafnistu heyrir daglega í fjölskyldu sinni í síma meðan á heimsóknarbanni stendur vegna kórónuveirunnar.

Fimm tilfelli kórónuveirunnar bætast við
Fimm smit kórónuveirunnar hér á landi hafa greinst til viðbótar eftir hádegi í dag.