Styttist í verkföll Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 19:17 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“ Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti náist ekki samningar hjá deiluaðilum fyrir þann tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki væri útlit fyrir að samningar næðust fyrir þann tíma en það væri þó ekki útilokað. „Það er fullt hús af fólki sem er að reyna að finna lausnir. Það er tiltölulega óbreytt staða eins og hún hefur verið undanfarna daga. Af því sem stendur helst eftir er launaliðurinn,“ sagði Sonja. Hún segist vera bjartsýnust að samningar náist hjá aðildarfélögum BSRB gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga en það væri önnur saga varðandi ríkið og Reykjavíkurborg. „Þar stendur enn þá verulega langt bil á milli samningsaðila hvað varðar launaliðinn. Við höfum verið með þá kröfu að við fáum sömu hækkanir og í lífskjarasamningnum, sem eru 90 þúsund krónur, og það hefur orðið ágreiningsefni sem við höfum lítinn skilning á.“ Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða.Sólveig Anna segir loksins alvöru vera komna í viðræðurnar.Vísir/VilhelmÁ sama tíma og samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funduðu í Karphúsinu var samninganefnd Eflingar einnig á fundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagðist ekki getað tjáð sig mikið um það sem færi fram á fundinum þó það væri loksins komin alvara í viðræðurnar. „Ég get svo sem ekki sagt margt á þessari stundu en ég get þó sagt það að loksins erum við farin að eiga þessar viðræður af fullri og mikilli alvöru. Við lítum svo á að við höfum hér í það minnsta náð þeim mikilvæga árangri í dag.“ Það væri þó ekki útlit fyrir að verkföllum morgundagsins yrði aflýst þar sem engin beiðni væri komin fram um það. „Við skulum sjá til með það. Það hefur ekki enn komið fram nein slík beiðni enda erum við ekki komin það langt. Ég er hér frammi í smá hléi frá miklum og stórum umræðum sem eiga sér stað hjá samninganefnd Eflingar. Meira get ég ekki sagt að sinni.“
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54 Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. 8. mars 2020 10:54
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30