Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 10:30 Birkir Bjarnason og Mario Balotelli hafa verið liðsfélagar hjá Brescia síðan í janúar. vísir/getty Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. Balotelli, Birki og félögum í Brescia er líkt og fleiri íbúum Langbarðalands á Norður-Ítalíu haldið í hálfgerðri gíslingu vegna veirunnar. Bendir Balotelli á að hann hafi undanfarið ekki fengið að sjá börnin sín, sem búa utan Langbarðalands. Í nótt var sett á strangt ferðabann fyrir íbúa alls héraðsins og fleiri svæða í kring, en þó á að spila í ítölsku A-deildinni í fótbolta fyrir luktum dyrum í dag þar sem stórleik Juventus og Inter ber hæst. Á morgun mætir Brescia liði Sassuolo á útivelli. „Peningar eru ekki mikilvægari en heilsa fólks. Við verðum að vakna,“ segir Balotelli sem tekur undir með leikmannasamtökunum á Ítalíu en þau vilja að ekki verði spilaður fótbolti á Ítalíu fyrr en að tekist hefur að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Tæplega 6.000 manns hafa greinst með kórónuveiruna á Ítalíu og yfir 230 manns látist.Fótbolti hefur gefið mér allt en ég vil ekki hætta á að mamma veikistMario Balotelli er óttasleginn vegna kórónuveirunnar.Balotelli birtir á samfélagsmiðlum yfirlýsingu frá leikmannasamtökunum og segist taka heils hugar undir hana. „Ekki skrifa eitthvað kjaftæði eins og: „En þú ert verndaður! Hvaða máli skiptir hvort þú spilar eða ekki? Það kemur ekkert fyrir þig ef þetta er fyrir luktum dyrum! Ekki taka í burtu eina fjörið sem fólk á hættusvæðum getur fengið núna um helgina!““ skrifar Balotelli. „ÉG ELSKA FÓTBOLTA MEIRA EN ÞIÐ... en það að spila þýðir að við þurfum að ferðast með rútum, lestum, flugvélum, gista á hótelum, og þannig vera í snertingu við fólk utan okkar hóps... Staðan er nú þegar þannig að ég fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari bölvuðu kórónuveiru því eins og þið vitið þá búa þau ekki í Lombardia svo þetta er nú þegar mjög svekkjandi og sorglegt,“ skrifar Balotelli, og bætir við: „Ég vil svo sannarlega ekki að mamma mín, sem ég hitti og snæði með á næstum hverjum degi, smitist af einhverju í gegnum mig. Hún er ekki á sama aldri og ég og eins mikið og ég elska fótbolta [sem hefur gefið mér allt], þá hætti ég ekki á að hún veikist! Af hverju ætti ég að gera það? Til að skemmta öðrum? Eða til að koma í veg fyrir að þeir tapi peningum? Ekki láta eins og vitleysingar! Takið ykkur taki, við höfum fengið nóg. Það er ekki hægt að grínast með heilsuna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 3. mars 2020 21:18
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Guðni um stöðuna á Birki og Emil: Gengið út frá því að þeir komi í landsleikinn Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist vera í reglulegu sambandi við yfirvöld hér og landi og ytra varðandi kórónaveirunnar. Mikil smit hafa greinst á Ítalíu og þar leika tveir íslenskir landsliðsmenn, Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson. 6. mars 2020 12:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01