Formaður BSRB óttast ekki lög á verkföll og viðræður ganga vel Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2020 19:45 Takist samningar ekki fyrir mánudag hefjast ótímabundin verkföll hjá BSRB. grafík/hafsteinn Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Formaður BSRB telur enga ástæðu til að óttast að verkfallsaðgerðum bandalagsins verði frestað með lagasetningu. Búið sé að ná saman um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og launakrafan byggi á lífskjarasamningunum. Samkvæmt lögum geta ekki allir starfsmenn tiltekinna hópa starfsmanna heilbrigiðsstofnana farið í verkfall. En vegna kórónuveirunnar má að auki búast við að sótt verði um undanþágur fyrir töluverðan fjölda starfsmanna. Þetta horfir öðruvísi við með vínbúðirnar. Engar undanþágur verða gefnar vegna starfsmanna þeirra í tveggja daga verkföllum. Vínbúðirnar verða lokaðar þegar þær aðgerðir standa yfir. Og það sama á við um sundlaugarnar. Það verður ekki hægt að stinga sér til sunds í tveggja daga verkföllum sem hefjast að óbreyttu á mánudag. En kannski verður ekkert af verkföllunum því Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að stórum áfanga hafi verið náð í viðræðum bandalagsins við ríkið í gærkvöldi. „Þá gengum við frá styttingu vinnutímans hjá vaktavinnufólki. Við höfum verið mjög lengi að vinna að því og raunar yfir allt þetta viðræðutímabil sem eru ellefu mánuðir. Þetta er stór liður í því að nálgast lok kjaraviðræðna,“ segir Sonja Ýr. Enn ágreiningur um launaliðinn Enn á þó eftir að ná saman um launaliðinn og því gætu umfangsmiklar aðgerðir hafist á mánudag með ótímabundnum verkföllum í grunnskólum Reykjavíkur og Seltjarnarness, á frístundaheimilum, skrifstofum skattsins og tollsins, sýslumönnum um allt land og í þjónustuverum þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkur og Akraness. Á mánudag hæfust að auki vikuleg teggja daga verkföll sem hefðu mikil áhrif á Landspítala, ummönun aldraðra og fólks með fötlun, grunnskóla utan Reykjavíkur, leikskóla víða um land og á bæjarskrifstofum. Auk þess sem fyrrnefndir staðir myndu loka ásamt skíðasvæðum og Bílastæðasjóði. Sonja Ýr segir út af standi að semja um jöfnun launa milli almenna og opinbera markaðarins og túlkun lífskjarasamningsins. „Við höfum einmitt verið með sömu kröfur; um að launahækkanir yfir kjarasamningstímabilið séu í samræmi við lífskjarasamninginn. Höfum gert þá kröfu að það verði 90 þúsund króna hækkun. Í lífskjarasamningunum var samið um tvær tölur, 68 þúsund fyrir markaðslaun og 90 þúsund krónur fyrir taxtalaun. Það eru allir opinberir starfsmenn á taxtalaunum. En það er hins vegar ekki tilboð ríkisins að bjóða öllum 90 þúsund krónur og um það snýst ágreiningurinn,“ segir formaður BSRB. Ekki sé tímabært að óttast lög á verkföllin enda unnið hörðum höndum að því að ná samningi fyrir mánudag. Þá geti ekki allir opinberir starfsmenn lagt niður störf. „Við erum með fjölbreytta hópa. Annars vegar hópa sem þurfa að sinna heilbrigði og öryggi og þá er hægt að fara með undanþágubeiðnir í tengslum við veiruna. Til að fá undanþágu fyrir þau frá verkfalli. En það eiga ekki sömu sjónarmið við um þá sem eru að starfa í skólunum, frístundaheimilunum, í ÁTVR og svo framvegis,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Sjá meira
Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg. 5. mars 2020 15:00
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55