Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Vísir/Bára Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00