Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 09:23 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Efling hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg, ekki síðar en í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. „Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni. Samninganefnd Eflingar mun krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæð útfærsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Einnig mun nefndin krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kastljósstilboðið í aðalhlutverki Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í gærmorgun svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook-síðu hans. Þar setti hún tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Sjá einnig: Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Haft er eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu Eflingar nú í morgun að samninganefnd félagsins muni nú í „enn eitt skiptið gera tilraun til þess að fá fram samkomulag um lausnir á því verkefni að leiðrétta lægstu laun Eflingarfélaga hjá borginni sem og kjör sögulega vanmetinna kvennastétta.“ „Þetta hefur borgin lýst sig viljuga til að gera og Efling hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vandaðar, heildstæðar og nákvæmlega útfærðar. Borgin hefur verið á allt annarri vegferð, en ég vona innilega að nú verði breyting á.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Efling hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg, ekki síðar en í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. „Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni. Samninganefnd Eflingar mun krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæð útfærsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Einnig mun nefndin krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kastljósstilboðið í aðalhlutverki Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í gærmorgun svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook-síðu hans. Þar setti hún tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Sjá einnig: Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Haft er eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu Eflingar nú í morgun að samninganefnd félagsins muni nú í „enn eitt skiptið gera tilraun til þess að fá fram samkomulag um lausnir á því verkefni að leiðrétta lægstu laun Eflingarfélaga hjá borginni sem og kjör sögulega vanmetinna kvennastétta.“ „Þetta hefur borgin lýst sig viljuga til að gera og Efling hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vandaðar, heildstæðar og nákvæmlega útfærðar. Borgin hefur verið á allt annarri vegferð, en ég vona innilega að nú verði breyting á.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45