Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 09:23 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Efling hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg, ekki síðar en í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. „Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni. Samninganefnd Eflingar mun krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæð útfærsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Einnig mun nefndin krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kastljósstilboðið í aðalhlutverki Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í gærmorgun svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook-síðu hans. Þar setti hún tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Sjá einnig: Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Haft er eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu Eflingar nú í morgun að samninganefnd félagsins muni nú í „enn eitt skiptið gera tilraun til þess að fá fram samkomulag um lausnir á því verkefni að leiðrétta lægstu laun Eflingarfélaga hjá borginni sem og kjör sögulega vanmetinna kvennastétta.“ „Þetta hefur borgin lýst sig viljuga til að gera og Efling hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vandaðar, heildstæðar og nákvæmlega útfærðar. Borgin hefur verið á allt annarri vegferð, en ég vona innilega að nú verði breyting á.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
Efling hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg, ekki síðar en í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. „Efling vill með þessu reyna til þrautar að þokast nær samkomulagi í deilunni. Samninganefnd Eflingar mun krefjast efnda á loforðum borgarstjóra um grunnlaunahækkanir en heildstæð útfærsla á þeim hefur aldrei verið lögð fram við samningaborðið. Einnig mun nefndin krefjast efnda á loforðum borgarstjórnarmeirihlutans um leiðréttingu á launum kvennastétta,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kastljósstilboðið í aðalhlutverki Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku. Deilan snýst orðið að stórum hluta um hvað borgarstjóri sagði eða sagði ekki í viðtali í Kastljósi Ríkissjónvarpsins fyrir hálfum mánuði um tilboð borgarinnar og hafa orðsendingar gengið á víxl á milli formanns Eflingar og borgarstjóra síðustu daga. Nú síðast í gærmorgun svaraði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar boði borgarstjóra um fund með færslu á Facebook-síðu hans. Þar setti hún tvö skilyrði fyrir fundinum. Að tilboð samninganefndar borgarinnar á fundi hjá ríkissáttasemjara hinn 19. febrúar verði birt opinberlega til að bera það saman við yfirlýsingar borgarstjóra og að borgarstjóri og formaðurinn eða annar fulltrúi Eflingar mætist í útvarpi eða sjónvarpi fyrir lok vikunnar. Sjá einnig: Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Haft er eftir Sólveigu Önnu í tilkynningu Eflingar nú í morgun að samninganefnd félagsins muni nú í „enn eitt skiptið gera tilraun til þess að fá fram samkomulag um lausnir á því verkefni að leiðrétta lægstu laun Eflingarfélaga hjá borginni sem og kjör sögulega vanmetinna kvennastétta.“ „Þetta hefur borgin lýst sig viljuga til að gera og Efling hefur lagt fram fjölda leiða að þessu marki, sem hafa verið vandaðar, heildstæðar og nákvæmlega útfærðar. Borgin hefur verið á allt annarri vegferð, en ég vona innilega að nú verði breyting á.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30 Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Sjá meira
Samningaviðræður Eflingar og borgarinnar í öngstræti Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar eru komnar í algert öngstræti. Deiluaðilar hafa ekki ræðst við frá því hurðum var skellt í Karphúsinu fyrir viku og Efling setur borgarstjóra skilyrði fyrir að formaður félagsins eigi með honum fund. 4. mars 2020 18:30
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Formaður foreldrafélags segir deiluaðila í sandkassaleik Samningaviðræður Eflingar og Reykjavíkurborgar fara nú fram á tveimur vígstöðvum. Annars vegar á mjög stopulum og árangurslausum fundum hjá Ríkissáttasemjara og hins vegar í fjölmiðlum þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skiptast á yfirlýsingum. 4. mars 2020 11:45