Stjórnvöld hverfi frá „kerfislægri ómennsku við flóttafólk“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2020 16:44 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna. Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir beindi spjótum sínum að stefnu Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum á Alþingi í dag og skoraði á Katrínu Jakobsdóttur að forgangsraða upp á nýtt í málaflokknum. Vísaði Þórhildur Sunna til fyrirhugaðar brottvísunar írakskar barnafjölskyldu til Grikklands. „Nú stendur til að senda börnin Ali, Kayan, Saja og Jadin og foreldra þeirra með valdi til Grikklands,“ sagði Þórhildur Sunna. „Ég segi með valdi vegna þess að skiljanlega vill þessi fjölskylda ekki flytja úr örygginu á Íslandi yfir í ómannúðlegar og óviðunandi aðstæður á Grikklandi sem vissulega má segja að séu að sligast undan álagi.“Sjá einnig: Til háborinnar skammar að svipta börnin öryggi og hamingju Sagði hún íslenska ríkið, með núverandi ríkisstjórn í broddi fylkingar, ekki ætla að gefa fjölskyldunni neitt val um það hvort hún fái að búa hér á landi. „Ég segi með valdi vegna þess að verklag við brottvísun flóttamanna felur oft í sér að börn eru sótt af lögreglu um miðja nótt til að flytja þau úr landi gegn vilja sínum.“ Þetta eru systkinin Saja, sem er fjögurra ára, Kayan, sem er fimm ára, Ali, sem er níu ára og Jadin, sem er eins árs. Til stendur að vísa þeim til Grikklands á næstunni. Rauði krossinn á Íslandi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að ástandið í Grikklandi hafi verið óboðlegt fyrir flóttafólk um nokkurt skeið, ekki síður nú undanfarna daga. „Í ljósi frétta af ástandinu í Grikklandi sl. Daga er ljóst að stjórnvöldum er enn síður stætt á að senda í fyrsta sinn börn og foreldra þeirra út í þessar aðstæður,“ segir meðal annars í yfirlýsingu Rauða krossins.Sjá einnig: Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Þórhildur Sunna sagði ekkert innan gildandi lagaramma skylda íslensk stjórnvöld til að senda börn til Grikklands með lögreglufylgd. „Þvert á móti höfum við ríkar heimildir og sterka siðferðislega skyldu til að vernda þessi börn, bjóða þau velkomin og gefa þeim frið. Það eina sem þarf er pólitískur vilji. En þessi vilji er ekki fyrir hendi. Auðvitað kemur það mér ekki á óvart að hæstvirtur dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, haldi áfram margra ára verklagi Sjálfstæðisflokksins um kerfislæga ómennsku við flóttafólk,“ sagði Þórhildur Sunna. Þetta hafi Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra verið fullkunnugt um þegar hún gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. „Hún talaði enda um að með samstarfinu væri hún að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að forgangsraða upp á nýtt,“ sagði Þórhildur Sunna.
Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira