Góð ráð fyrir vinnustaði og starfsfólk: Tökum Daða-dansinn, sýnum þrautseigju og samhug Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. mars 2020 09:00 Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun gefur vinnustöðum og starfsfólki fjögur góð ráð til að draga úr streitu og áhyggjum sem skapast þegar mikið er um neikvæðar fréttir eins og nú um mundir. Vísir/Vilhelm „Sýnum þrautseigju á erfiðum tímum,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun aðspurð um það hvernig vinnustaðir geti tekist á við áhyggjur og streitu sem starfsfólk vinnustaða er óneitanlega að upplifa þessar vikurnar þegar mikið magn neikvæðra frétta birtast dag eftir dag. Óveðursský virðast hrannast upp, það dynja á okkur sögur af kórónuveirunni, sóttkví, dökkum horfum í ferðaþjónustunni, kjaradeilum, samdrætti, uppsögnum, hörmulegum slysum, vetrarófærð, rafmagnsleysi, snjóflóðum og jarðhræringum á Reykjanesskaganum. Allt eru þetta fréttir sem geta haft áhrif á afköst okkar og líðan enda segir Ingrid að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum hafi 80% svarenda sagt að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Könnunin var framkvæmd af sálfræðifélaginu APA. Ingrid er framkvæmdastjóri og ráðgjafi Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University og hefur í gegnum árin skrifað ótal greinar, haldið fyrirlestra og námskeið um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, seiglu, hamingju og streitu. Margir þekkja Ingrid líka sem stjórnanda síðunnar Hrós dagsins á Facebook þar sem um 3400 manns eru meðlimir. Við báðum Ingrid um að gefa starfsfólki og vinnustöðum góð ráð til að reyna að létta á áhyggjum og streitu þannig að við sem einstaklingar og samstarfshópar getum betur tekist á við það ástand sem nú ríkir. Ingrid segir fjögur atriði geta hjálpað mikið til. 1. Að forðast hið neikvæða Stundum er eina leiðin til að sýna seiglu að sneiða hjá því neikvæða og einblína á hið jákvæða, til dæmis með því að takmarka þann tíma sem fylgst er með fréttum. Flóðið af neikvæðum fréttum dregur okkur niður. Við sjáum ekki sólina ef við einblínum eingöngu á neikvæða hluti. Gott er að umkringja sig jákvæðu fólki, smitast af orku þess og uppörva það á móti. Þetta er þó ekki spurning um að vera strútur og stinga höfðinu í sandinn. Mikilvægt er að vera meðvitaður um það sem hægt er að gera til að ná árangri og leggja sig fram hvern einasta dag. En á tímum þar sem neikvæðar fréttir berast okkur allan sólarhringinn þurfum við að passa okkur á því að láta þær ekki íþyngja okkur. 2. Að viðhalda bjartsýninni Auðveldara sagt en gert. Það er mikilvægt að trúa því að við séum ekki viljalaust verkfæri heldur getum haft áhrif á svo margt sem gerist í lífi okkar. Við þurfum að vera sannfærð um að það er ljós í enda ganganna. Kórónuveiran mun sem dæmi ekki geisa að eilífu og verið er að vinna að bóluefni. Við þurfum að minna okkur á að jafnvel erfiðustu áskoranirnar eru tímabundnar, þær muni líða hjá. „Við heilsum að japönskum sið eða tökum Daða-dansinn þegar við hittum fólk og frestum öllu kossaflensi og faðmlögum. Fólk sýnir ábyrgð með því að fara í sóttkví,“ segir Ingrid meðal annars í góðum ráðum. 3. Að einblína á það sem er jákvætt Það er margt jákvætt að gerast í samfélaginu. Vinnustaðir sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta við stórar samkomur eins og árshátíðir og ráðstefnur og gera viðbragðsáætlanir til að hemja útbreiðslu veirunnar og lágmarka áhrif hennar. Fólk tekur það alvarlega að þvo sér um hendurnar og nota spritt sem dregur úr smiti almennt og er mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðhafa. Við heilsum að japönskum sið eða tökum Daða-dansinn þegar við hittum fólk og frestum öllu kossaflensi og faðmlögum. Fólk sýnir ábyrgð með því að fara í sóttkví. Framvarðasveitin sem hefur staðið í ströngu við að skipuleggja varnir gegn útbreiðslu veirunnar stendur sig vel í vandasömu hlutverki. Forsvarsmenn eru traustir, rólegir og yfirvegaðir, ábyrgir og á sama tíma auðmjúkir. Þeir halda okkur öllum vel upplýstum og eiga mikið hrós skilið. 4. Sýnum samhug og samstöðu Við höfum sýnt það og sannað þegar það gefur á bátinn og hamfarir geisa að við Íslendingar stöndum saman allir sem einn, það er aldrei spurning um annað. Nú ríður á að sýna samhygð og samstöðu og vinna öll saman að öryggi og velferð landsmanna. Við getum áorkað svo miklu og verið svo megnug þegar við stöndum saman. Pössum upp á hvert annað á meðan þetta gengur yfir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Sýnum þrautseigju á erfiðum tímum,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun aðspurð um það hvernig vinnustaðir geti tekist á við áhyggjur og streitu sem starfsfólk vinnustaða er óneitanlega að upplifa þessar vikurnar þegar mikið magn neikvæðra frétta birtast dag eftir dag. Óveðursský virðast hrannast upp, það dynja á okkur sögur af kórónuveirunni, sóttkví, dökkum horfum í ferðaþjónustunni, kjaradeilum, samdrætti, uppsögnum, hörmulegum slysum, vetrarófærð, rafmagnsleysi, snjóflóðum og jarðhræringum á Reykjanesskaganum. Allt eru þetta fréttir sem geta haft áhrif á afköst okkar og líðan enda segir Ingrid að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum hafi 80% svarenda sagt að neikvæðar fréttir ættu stóran þátt í að vekja með þeim áhyggjur og streitu. Könnunin var framkvæmd af sálfræðifélaginu APA. Ingrid er framkvæmdastjóri og ráðgjafi Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði frá Buckinghamshire New University og hefur í gegnum árin skrifað ótal greinar, haldið fyrirlestra og námskeið um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, seiglu, hamingju og streitu. Margir þekkja Ingrid líka sem stjórnanda síðunnar Hrós dagsins á Facebook þar sem um 3400 manns eru meðlimir. Við báðum Ingrid um að gefa starfsfólki og vinnustöðum góð ráð til að reyna að létta á áhyggjum og streitu þannig að við sem einstaklingar og samstarfshópar getum betur tekist á við það ástand sem nú ríkir. Ingrid segir fjögur atriði geta hjálpað mikið til. 1. Að forðast hið neikvæða Stundum er eina leiðin til að sýna seiglu að sneiða hjá því neikvæða og einblína á hið jákvæða, til dæmis með því að takmarka þann tíma sem fylgst er með fréttum. Flóðið af neikvæðum fréttum dregur okkur niður. Við sjáum ekki sólina ef við einblínum eingöngu á neikvæða hluti. Gott er að umkringja sig jákvæðu fólki, smitast af orku þess og uppörva það á móti. Þetta er þó ekki spurning um að vera strútur og stinga höfðinu í sandinn. Mikilvægt er að vera meðvitaður um það sem hægt er að gera til að ná árangri og leggja sig fram hvern einasta dag. En á tímum þar sem neikvæðar fréttir berast okkur allan sólarhringinn þurfum við að passa okkur á því að láta þær ekki íþyngja okkur. 2. Að viðhalda bjartsýninni Auðveldara sagt en gert. Það er mikilvægt að trúa því að við séum ekki viljalaust verkfæri heldur getum haft áhrif á svo margt sem gerist í lífi okkar. Við þurfum að vera sannfærð um að það er ljós í enda ganganna. Kórónuveiran mun sem dæmi ekki geisa að eilífu og verið er að vinna að bóluefni. Við þurfum að minna okkur á að jafnvel erfiðustu áskoranirnar eru tímabundnar, þær muni líða hjá. „Við heilsum að japönskum sið eða tökum Daða-dansinn þegar við hittum fólk og frestum öllu kossaflensi og faðmlögum. Fólk sýnir ábyrgð með því að fara í sóttkví,“ segir Ingrid meðal annars í góðum ráðum. 3. Að einblína á það sem er jákvætt Það er margt jákvætt að gerast í samfélaginu. Vinnustaðir sýna samfélagslega ábyrgð með því að hætta við stórar samkomur eins og árshátíðir og ráðstefnur og gera viðbragðsáætlanir til að hemja útbreiðslu veirunnar og lágmarka áhrif hennar. Fólk tekur það alvarlega að þvo sér um hendurnar og nota spritt sem dregur úr smiti almennt og er mikilvægasta sýkingavörnin sem hægt er að viðhafa. Við heilsum að japönskum sið eða tökum Daða-dansinn þegar við hittum fólk og frestum öllu kossaflensi og faðmlögum. Fólk sýnir ábyrgð með því að fara í sóttkví. Framvarðasveitin sem hefur staðið í ströngu við að skipuleggja varnir gegn útbreiðslu veirunnar stendur sig vel í vandasömu hlutverki. Forsvarsmenn eru traustir, rólegir og yfirvegaðir, ábyrgir og á sama tíma auðmjúkir. Þeir halda okkur öllum vel upplýstum og eiga mikið hrós skilið. 4. Sýnum samhug og samstöðu Við höfum sýnt það og sannað þegar það gefur á bátinn og hamfarir geisa að við Íslendingar stöndum saman allir sem einn, það er aldrei spurning um annað. Nú ríður á að sýna samhygð og samstöðu og vinna öll saman að öryggi og velferð landsmanna. Við getum áorkað svo miklu og verið svo megnug þegar við stöndum saman. Pössum upp á hvert annað á meðan þetta gengur yfir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira