Útskýrði muninn á inflúensuveiru og kórónuveirunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2020 16:30 Viðbúnaður vegna veirunnar er mikill á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Vísir/Vilhelm Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. Viðbúnaður vegna veirunnar er ekki vegna þess að henni fylgir „hræðilegur sjúkdómur“, heldur vegna þess að mannkynið er óvarið fyrir veirunni. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fimmta upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag um stöðu mála hér á landi vegna kórónuveirunnar. Ellefu smit höfðu verið staðfest þegar fundurinn fór fram en náðu fjórtán síðdegis.Sjá einnig: Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“Farið var yfir víðan völl á fundunum og var Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, meðal annars beðinn um að útskýra hver væri helsti munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni nýju sem valdið hefur veikindum víða um heim.„Í grundvallaratriðum er það þannig að flensan, ef við erum að tala um inflúensu, þar eigum við jú bóluefni og þar eigum við jú meðferðarmöguleika sem við höfum ekki gagnvart þessari veiru, allavega ekki ennþá,“ sagði Már en hlusta má á útskýringu hans hér fyrir neðan.Svipuð einkenni Áður á fundinum hafði Már sagt að viðbúnaður um allan heim vegna kórónuveirunnar væri ekki vegna þess að sjúkdómurinn sem henni fylgdi væri svo „hræðilega slæmur“, heldur vegna þess að um nýja veiru væri að ræða sem mannkynið væri óvarið fyrir.„Síðan setur maður þetta í samhengi við það að þetta er ný veira þannig að þú hefur hóp af fólki sem er alveg óvarinn. Þetta eru svona óheppilegri þættir þessari veiru í vil,“ sagði Már.Einkennalega séð væri þó talsverð líkindi á milli hefðbundinnar inflúensuveira og kórónuveirunnar.„Þetta er hiti, það er þurr hósti, beinverkir,“ sagði Már. Endurtók hann þá tölfræði sem áður hefur komið fram að um 80 prósent þeirra sem smitast finna fyrir litlum einkeinnum, tíu til fimmtán prósent verði aðeins veikari en nái sér yfirleitt vel.„Svo er það þessi litla prósenta, kannski fimm til sex prósent sem þarfnast þá gjörgæslu og þess háttar,“ sagði Már en á fundinum kom fram að þau viðbrögð sem gripið hafi verið til vegna veirunnar séu ekki síst til að vernda þau sem þoli mögulega illa að veikjast af völdum veirunnar. Handþvotturinn virkar Þá lagði Már áherslu á mikilvægi handþvotts, það hafi sýnt sig að það væri áhrifarík leið til að koma í veg fyrir smit. „Veiran hefur hins vegar sína veikleika. Þeir eru meðal annars að hún hefur pínulitla fitu utan á sér þannig að venjuleg handsápa er alveg ofboðslega góð, áhrifarík, til þess að drepa veiruna þannig að handþvottur með sápu eða sprittið, inflúensusótthreinsiefni, sem innihalda spritt eða fituupplausnir, þær virka mjög vel til þess að uppræta veiruna,“ sagði Már.Fundinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan og frekari upplýsingar um muninn á veikindum vegna kórónuveirunnar og veikindum vegna inflúensuveiru má nálgast hér.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveirunaNýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til. 3. mars 2020 13:19 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni er helst sá að til eru bóluefni og meðferðarmöguleikar við inflúensu, en ekki við kórónuveirunni þó einkenni veikinda af völdu veiranna séu svipuð. Viðbúnaður vegna veirunnar er ekki vegna þess að henni fylgir „hræðilegur sjúkdómur“, heldur vegna þess að mannkynið er óvarið fyrir veirunni. Þetta er á meðal þess sem kom fram á fimmta upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag um stöðu mála hér á landi vegna kórónuveirunnar. Ellefu smit höfðu verið staðfest þegar fundurinn fór fram en náðu fjórtán síðdegis.Sjá einnig: Undanfarnir dagar aðeins „upphitun fyrir mjög langt hlaup“Farið var yfir víðan völl á fundunum og var Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, meðal annars beðinn um að útskýra hver væri helsti munurinn á hefðbundinni inflúensuveiru og kórónuveirunni nýju sem valdið hefur veikindum víða um heim.„Í grundvallaratriðum er það þannig að flensan, ef við erum að tala um inflúensu, þar eigum við jú bóluefni og þar eigum við jú meðferðarmöguleika sem við höfum ekki gagnvart þessari veiru, allavega ekki ennþá,“ sagði Már en hlusta má á útskýringu hans hér fyrir neðan.Svipuð einkenni Áður á fundinum hafði Már sagt að viðbúnaður um allan heim vegna kórónuveirunnar væri ekki vegna þess að sjúkdómurinn sem henni fylgdi væri svo „hræðilega slæmur“, heldur vegna þess að um nýja veiru væri að ræða sem mannkynið væri óvarið fyrir.„Síðan setur maður þetta í samhengi við það að þetta er ný veira þannig að þú hefur hóp af fólki sem er alveg óvarinn. Þetta eru svona óheppilegri þættir þessari veiru í vil,“ sagði Már.Einkennalega séð væri þó talsverð líkindi á milli hefðbundinnar inflúensuveira og kórónuveirunnar.„Þetta er hiti, það er þurr hósti, beinverkir,“ sagði Már. Endurtók hann þá tölfræði sem áður hefur komið fram að um 80 prósent þeirra sem smitast finna fyrir litlum einkeinnum, tíu til fimmtán prósent verði aðeins veikari en nái sér yfirleitt vel.„Svo er það þessi litla prósenta, kannski fimm til sex prósent sem þarfnast þá gjörgæslu og þess háttar,“ sagði Már en á fundinum kom fram að þau viðbrögð sem gripið hafi verið til vegna veirunnar séu ekki síst til að vernda þau sem þoli mögulega illa að veikjast af völdum veirunnar. Handþvotturinn virkar Þá lagði Már áherslu á mikilvægi handþvotts, það hafi sýnt sig að það væri áhrifarík leið til að koma í veg fyrir smit. „Veiran hefur hins vegar sína veikleika. Þeir eru meðal annars að hún hefur pínulitla fitu utan á sér þannig að venjuleg handsápa er alveg ofboðslega góð, áhrifarík, til þess að drepa veiruna þannig að handþvottur með sápu eða sprittið, inflúensusótthreinsiefni, sem innihalda spritt eða fituupplausnir, þær virka mjög vel til þess að uppræta veiruna,“ sagði Már.Fundinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan og frekari upplýsingar um muninn á veikindum vegna kórónuveirunnar og veikindum vegna inflúensuveiru má nálgast hér.Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveirunaNýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveirunaHvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti.Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit?Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til. 3. mars 2020 13:19 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til. 3. mars 2020 13:19
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28
Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Það sé til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. 3. mars 2020 10:24