Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 19:15 Um miðjan febrúar var greint frá því að verkfall starfsmanna Eflingar hafi meðal annars haft áhrif á skólastarf í Réttarholtsskóla. Víða í skólanum var farið að sjá að ekki hafi verið þrifið lengi til dæmis á salernum. Vísir/Egill Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. Nefndin kom saman nú í morgun og samþykkti að veita tímabundna undanþágu frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði borgarinnar í ljósi kórónuveirusmitsins sem fregnir bárust af í fyrradag. Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu í Reykjavík af sömu ástæðu í samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Sorphirða hefst aftur í Breiðholti á morgun. Skóla- og frístundarsvið borgarinnar óskaði einnig eftir undanþágu á sama grundvelli en Efling féllst ekki á þau rök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greindi frá því í samtali við mbl.is að borgin hefði óskað eftir þriðju undanþágunni í ljósi leiðbeininga frá almannavörnum um aukin þrif í húsum þar sem þjónusta er veitt. Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Á hvaða grundvelli hafnið þið þessari beiðni? „Bara einfaldlega vegna þess að borgin sjálf getur komið í veg fyrir alla hættu með því að bjóða ekki þjónustuna, eins og hún hefur verið að gera bæði í tilfellum þessara tilteknu grunnskóla og líka bara eins og verið er að gera inn á leikskólunum,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. „Við lítum þannig á að borgin hafi í þessu tilviki færar leiðir til þess að bregðast við, sem að verkfallið í sjálfu sér kemur ekki veg í fyrir.“ Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir lýstu í gær yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkfalla. „Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða,“ sagði í tilkynningu. Viðar segir að Efling hafi brugðist mjög hratt við undanþágubeiðnum undanfarna daga og yfirleitt afgreitt slíkar beiðnir á innan við sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30 Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29 Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. 1. mars 2020 12:30
Efling mun veita undanþágu frá verkfalli vegna veirunnar Undanþágunefnd Eflingar hefur samþykkt einróma að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu, er fram kemur í tilkynningu frá verkalýðsfélaginu. 29. febrúar 2020 18:29
Allir starfsmenn sem sinna þrifum í verkfalli: Staðan á salernum slæm Réttarholtsskóla var lokað í dag þar sem ekki hefur tekist að þrífa skólans vegna verkfalls Eflingar og óvíst hvenær nemendur geta mætt aftur í skólann. 20. febrúar 2020 21:30