Loka Louvre-safninu vegna ótta við kórónuveirusmit Andri Eysteinsson skrifar 1. mars 2020 15:32 Louvre-safnið er eitt fjölsóttasta safn heims. Getty/Chesnot Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Sumt starfsfólk safnsins neitaði að vinna vegna ótta við smit og kallaði því eftir fundi með yfirmönnum. „Við vorum áhyggjufull því gestir okkar koma alls staðar að úr heiminum,“ hefur AP eftir trúnaðarmanni starfsfólks safnsins Andre Sacristin. Í fyrstu var gefin út yfirlýsing þess efnis að opnun safnsins í dag yrði frestað vegna starfsmannafundar. Mikill fjöldi fólks beið hins vegar fyrir utan safnið tímunum saman.Sacristin segir að starfsfólk safnsins hræðist smit vegna þeirra þúsunda sem sækja safnið heim á degi hverjum. Þá hafa starfsmenn listasafna á Norður-Ítalíu verið í Louvre safninu undanfarna daga þar sem verið er að undirbúa flutning verka eftir Leonardo Da Vinci til Ítalíu eftir að hafa verið tímabundið til sýnis í París. Stór hluti Norður-Ítalíu hefur verið skilgreindur sem hættusvæði vegna möguleika á smiti.Annar fundur starfsmanna Louvre er fyrirhugaður á mánudag. „Til verndar starfsfólki ættu gestir að gangast undir rannsókn áður en þeir koma inn á safnið, ef veiran greinist ætti safnið að loka,“ sagði Sacristin og bætti við að starfsmenn væru ósáttir við að þeim hafi eingöngu verið boðið handspritt til varnar smiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Söfn Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Sumt starfsfólk safnsins neitaði að vinna vegna ótta við smit og kallaði því eftir fundi með yfirmönnum. „Við vorum áhyggjufull því gestir okkar koma alls staðar að úr heiminum,“ hefur AP eftir trúnaðarmanni starfsfólks safnsins Andre Sacristin. Í fyrstu var gefin út yfirlýsing þess efnis að opnun safnsins í dag yrði frestað vegna starfsmannafundar. Mikill fjöldi fólks beið hins vegar fyrir utan safnið tímunum saman.Sacristin segir að starfsfólk safnsins hræðist smit vegna þeirra þúsunda sem sækja safnið heim á degi hverjum. Þá hafa starfsmenn listasafna á Norður-Ítalíu verið í Louvre safninu undanfarna daga þar sem verið er að undirbúa flutning verka eftir Leonardo Da Vinci til Ítalíu eftir að hafa verið tímabundið til sýnis í París. Stór hluti Norður-Ítalíu hefur verið skilgreindur sem hættusvæði vegna möguleika á smiti.Annar fundur starfsmanna Louvre er fyrirhugaður á mánudag. „Til verndar starfsfólki ættu gestir að gangast undir rannsókn áður en þeir koma inn á safnið, ef veiran greinist ætti safnið að loka,“ sagði Sacristin og bætti við að starfsmenn væru ósáttir við að þeim hafi eingöngu verið boðið handspritt til varnar smiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Söfn Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10