Lífið

Júróspekingar rýna í framlag Íslands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Atriðið virðist vekja kátínu Eurovision-aðdáenda.
Atriðið virðist vekja kátínu Eurovision-aðdáenda. YouTube/Skjáskot

Nú þegar ljóst er að Daði og Gagnamagnið munu taka þátt í Eurovision í Rotterdam fyrir Íslands hönd í maí er margur júróspekingurinn farinn á fullt við að meta framlög hvers lands og sigurmöguleika þeirra.

Áhugafólk um Eurovision er þegar farið að birta viðbrögð sín og pælingar við framlagi Íslands, laginu Think About Things.

Vísir fór á stúfana og kannaði hvað nokkrir Eurovision-aðdáendur höfðu að segja um lagið, í myndböndum þar sem þeir brugðust við flutningi Daða og Gagnamagnsins á laginu, sjálft úrslitakvöldið.

Niðurstaðan var nokkuð samróma. Lagið þykir skemmtilega hratt, öðruvísi en hin hefðbundna Eurorvision-ballaða og auðvelt að dansa við. Sjón er sögu ríkari en hér að neðan má sjá nokkur myndbönd þar sem farið er yfir stöðuna.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.