Westbrook sá til þess að Houston vann Boston í háspennu leik | Lakers töpuðu stórt | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 11:00 Westbrook skoraði 41 stig í nótt í naumum sigri Houston. Vísir/Getty Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020 NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Russell Westbrook átti frábæran leik er Houston Rockets vann Boston Celtics með einu stigi í framlengdum leik í nótt, lokatölur 111-110. Þá töpuðu Los Angeles Lakers óvænt fyrir Memphis Grizzlies þar sem ungstirnið Jay Morant fór á kostum sem höfðu ekki unnið í fimm leikjum í röð. Önnur úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Houston heimsótti Boston í TD Garden í nótt. Liðin voru fyrir leik með nokkuð svipaða tölfræði, Boston hafði unnið 41 og tapað 17 á meðan Houston hafði unnið 38 og tapað 20. Það fór svo að liðin þurftu framlengingu til að skera úr um hvort myndi landa sigri í nótt. Heimamenn í Celtics byrjuðu leikinn betur og voru níu stigum eftir 1. leikhluta og 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 56-45. Voru þeir leiddir áfram af Jason Taytum sem hefur átt mjög gott tímabil. Alls skoraði hann 32 stig í leiknum ásamt því að taka 13 fráköst. Í liði Houston eru hins vegar þeir Russell Westbrook og James Harden. Þeir settu í 5. gír í síðari hálfleik og tókst að jafna metin þökk sé ótrúlegum þriðja leikhluta þar sem liðið skoraði 36 stig. Fór Houston með forystu inn í síðasta fjórðung leiksins en þar komu heimamenn til baka og náðu að kreista út framlengingu þökk sé flautukörfu Jaylen Brown. Fór það svo að Houston vann framlenginguna 7-6 og leikinn þar með 111-110 en síðustu tvo stig liðsins komu frá Harden af vítalínunni. Westbrook endaði leikinn með 41 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar. Harden setti 21 stig og gaf átta stoðsendingar. Russ goes OFF for 41 PTS @russwest44 scores 20+ PTS for the 30th consecutive game, leading the @HoustonRockets to their 6th win in a row! pic.twitter.com/g9lO0KjhKZ— NBA (@NBA) March 1, 2020 Lebron James, Anthony Davis og félagar í Los Angeles Lakers töpuðu nokkuð óvænt gegn Memphis Grizzlies í nótt en síðarnefnda liðið hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leikinn í nótt. Lakers náðu í raun aldrei nenum takti í leiknum og voru komnir 15 stigum undir í 2. leikhluta. Fór það svo að Memphis vann leikinn örugglega 105-88. Jonas Valančiūnas átti frábæran leik fyrir Memphis en hann skoraði 22 stig og tók 22 fráköst. Þá skoraði Ja Morant 27 stig og gaf 14 stoðsendingar. Í liði Lakers var LeBron atkvæðamestur með 19 stig, 10 stoðsendingar og átta fráköst. Þar á eftir kom Davis með 15 stig og níu fráköst. 27 PTS, 14 AST for Ja @JaMorant goes 10-16 from the field and ties a career-high in assists as the @memgrizz defeat LAL! #GrindCitypic.twitter.com/f9JuIHmRVu— NBA (@NBA) March 1, 2020 Önnur úrslit Miami Heat 116-113 Brooklyn Nets Cleveland Cavaliers 104-113 Indiana Pacers San Antonio Spurs 114-113 Orlando Magic Phoenix Suns 99-115 Golden State Warriors Atlanta Hawks 129-117 Portland Trail Blazers The updated NBA standings through the end of February! pic.twitter.com/FtlvCej6nw— NBA (@NBA) March 1, 2020
NBA Tengdar fréttir Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Steph Curry að snúa aftur Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, hefur verið frá keppni vegna meiðsla í fjóra mánuði en er nú loksins byrjaður að æfa með liðinu á nýjan leik. 29. febrúar 2020 23:00