Útgöngubann tekur gildi á Spáni í fyrramálið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 20:00 Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira