Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. mars 2020 03:45 Frá undirritun kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Jóhann K. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Sjá meira
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21