Handknattleikssamband Íslands vill leggja sitt af mörkum og hefur hrundið af stað átakinu #æfumheima.
Átakið gengur út á að aðstoða iðkendur við að gera æfingar heima við til að halda sér við á meðan samkomubanni stendur.
Eins og sjá má hér fyrir neðan hófu landsliðsmarkverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Hafdís Renötudóttir leik.