„Ólífur eru góðar í svo ótrúlega margt en ekki síðri einar og sér en þá elska ég að setja þær í marineringu og er þetta mín uppáhalds,“ segir kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir. Hún hefur unnið á veitingastöðum frá 14 ára aldri og er nú kokkur á Fjallkonunni. Hér deilir hún með lesendum uppskrift af marineringu fyrir ólífur, sem við mælum með að allir prófi um helgina.
Marineraðar ólífur - ótrúlega einfaldar og góðar
- 300 gr grænar ólífur
- 130 gr svartar ólífur
- 6 msk ólífuolía
- Börkur og safi af 1/2 lime
- Börkur og safi af 1/2 appelsínu
- Börkur og safi af 1/2 sítrónu
- 1 tsk hunang
- 1/2 chilli
- 10 basil lauf
- 2 msk fínsaxaður kóriander
- Pipar
Kryddjurtirnar eru saxaðar niður og öllu blandað saman.
Við hvetjum alla áhugasama um uppskriftir og matargerð til þess að fylgja Erlu á Instagram.