Farþegarnir lifðu fyrstu eldflaugina af Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2020 10:21 Upptökur úr flugvélinni sýna að farþegar voru lifandi áður en seinni eldflaugin hitti og flugvélin hrapaði í ljósum logum. AP/Ebrahim Noroozi Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt. Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Íranir hafa náð einhverjum gögnum úr flugritum úkraínsku farþegaþotunnar sem skotin var niður skömmu eftir flugtak frá Teheran í janúar. Á meðal þeirra gagna eru upptökur af samtölum flugmanna flugvélarinnar og sýna gögnin að tvær eldflaugar hittu flugvélina með 25 sekúndna millibili og að einhverjir farþegar voru á lífi eftir að fyrsta eldflaugin hitti. Flugritarnir voru sendir til Frakklands í síðasta mánuði. Í yfirlýsingu sem Reuters fréttaveitan vitnar í segir Touraj Dehgahani-Zanganeh, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Íran, að nítján sekúndum eftir að fyrsta eldflaugin hitti flugvélinni sýni upptökur af samtali flugmannanna að farþegarnir hafi enn verið á lífi. Seinni eldflaugin hitti svo nokkrum sekúndum síðar og flugvélin hrapaði til jarðar í ljósum logum. Yfirvöld Íran segja að mannleg mistök hafi leitt til þess að flugvélin hafi verið skotin niður. Ein af nokkrum ástæðum sem gefnar hafa verið er að hermenn hafi talið að um eldflaug frá Bandaríkjunum væri að ræða. Nokkrum klukkustundum áður höfðu Íranar skotið eldflaugum á herstöðvar í Írak, þar sem bandarískir hermenn halda til, og áttu von á hefndaraðgerðum. Það að flugvélin hafi verið talin eldflaug hefur þó vakið upp spurningar þar sem ferill hennar var á skjön við eldflaugar. Flugvélin var í flugtaki þegar fyrri eldflauginni var skotið. Þar að auki var hún ein af 19 flugvélum sem höfðu tekið á loft frá flugvellinum í kjölfar árásanna á Írak. Sjá einnig: Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni Yfirvöld í Íran hafa átt í viðræðum við þau ríki sem koma að málinu um rannsóknina og mögulegar bætur. Til stendur að áframhaldandi viðræður fari fram í haust. Komið hefur fram að hermennirnir sem yfirvöld í Íran segi að hafi skotið niður flugvélina fyrir mistök hafi ekki náð sambandi við yfirmenn sína. Loftvarnakerfið rússneska sem notað var til að skjóta flugvélina niður hafði nýverið verið fært og var ekki miðað í rétta átt.
Íran Úkraína Fréttir af flugi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira