Samþykkja blóðvökvameðferð við Covid-19 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 11:00 FDA hefur veitt heimild til notkunar meðferðarinnar á allra veikustu Covid-sjúklingum. Myndin er úr safni. Joe Raedle/Getty Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna, FDA, hefur veitt heimild fyrir því að blóðvökvi sem er ríkur af mótefni við Covid-19 verði notaður til meðferðar við sjúkdómnum hjá þeim sjúklingum sem hvað veikastir eru. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hvatt Bandaríkjamenn sem fengið hafa kórónuveiruna sem veldur Covid-19 til þess að gefa blóð. FDA hefur þá gefið út að fyrstu prófanir á meðferðinni bendi til þess að hún sé örugg. Þó þurfi að rannsaka hana til hlítar til þess að sannreyna áhrif og skilvirkni hennar. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hafa sérfræðingar dregið í efa skilvirkni þeirra prófana sem þegar hafa farið fram á meðferðinni. Á fréttamannafundi í gær kvaðst Donald Trump ánægður að geta tilkynnt um að meðferðin yrði tekin í notkun. „Ég er hæstánægður að geta fært ykkur þessa sögulegu tilkynningu í baráttunni okkar [Bandaríkjamanna] við Kínaveiruna,“ sagði Trump og bætti við að hann teldi að meðferðin kæmi til með að bjarga óteljandi mannslífum. Trump kvað meðferðina þá afar áhrifaríka og hvatti Bandaríkjamenn sem hafa náð sér af Covid-19 og myndað mótefni til þess að gefa blóðvökva. Trump hefur síðan faraldurinn byrjaði ítrekað kallað kórónuveiruna „Kínaveiruna“ með vísan til þess að faraldurinn átti upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Donald Trump Bandaríkjaforseti.Jabin Botsford/The Washington Post via Getty Hafa prófað meðferðina á 20.000 manns Eins og áður sagði hefur FDA veitt heimild fyrir því að blóðvökvameðferð sé beitt þegar sjúklingar eru mikið veikir og þungt haldnir af völdum Covid-19. Stofnunin hefur ekki viljað gefa grænt ljós á það að meðferðinni sé beitt almennt, þar sem frekari prófana sé þörf áður en slíkt verður heimilað. Prófanir hafa hins vegar leitt í ljós að meðferðin geti dregið úr dánartíðni Covid-sjúklinga og bætt heilsu þeirra, sé henni beitt innan þriggja daga eftir spítalainnlögn. Stofnunin kvaðst hafa komist að þeirri niðurstöðu að öruggt ætti að vera að beita meðferðinni eftir að hún var prófuð á um 20.000 manns. Þá er fólk undir áttræðu sem ekki þurfti að fara í öndunarvél sagt hafa brugðist hvað best við meðferðinni. Lífslíkur sjúklinga úr þeim hópi voru þannig 35 prósent betri þegar meðferðinni var beitt, miðað við sama hóp þegar blóðvökvi sem var ekki jafn ríkur af mótefni við kórónuveirunni var notaður. Meðal þeirra sem efast hafa um skilvirkni þeirra prófana sem FDA hefur framkvæmt er Anthony Fauci, einn helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna og yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Yfir 176.000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum, fleiri en í nokkru örðu ríki heims. Þá hafa hátt í 5,7 milljónir greinst með kórónuveiruna í landinu, sem einnig er meira en í nokkru öðru ríki.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira