Nítján grunnskólar byggðir í Buikwe fyrir íslenskt þróunarfé Heimsljós 25. ágúst 2020 12:16 Frá athöfninni í Buikwe í gær. MS Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nítján grunnskóla í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslands í þróunarsamvinnu í Úganda. Rúmlega tuttugu þúsund börn á grunnskólaaldri koma til með að fá góðar aðstæður til náms í nýju skólunum en byggingarnar eru fjármagnaðar fyrir íslenskt þróunarfé á vegum sendiráðs Íslands í Kampala. Fulltrúar héraðsyfirvalda, ásamt fulltrúum tæknideildar héraðsins og verktökunum sem valdir voru að undangengnu útboði, voru viðstaddir athöfn í Buikwe í gær til marks um upphaf verkefnisins. Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins flutti við það tækifæri ávarp og fór nokkrum orðum um verkefnið og stuðning Íslands við menntamál í Úganda á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þróunaráætlunar stjórnvalda í Úganda. Sú áætlun felur í sér markmið um að landið verði komið í hóp millitekjuríkja árið 2040. „Við teljum að upplýstur almenningur sé fyrsta skrefið að sjálfbærri þróun, ásamt stuðningi við mannréttindi og virðingu í garð allra, en þessi gildi eru lykilatriði í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu,“ sagði Finnbogi Rútur og minnti verktaka á að fjármögnun skólabygginganna væri komin frá íslensku þjóðinni. Í hverjum og einum skóla verða byggðar skólastofur, skrifstofuaðstaða fyrir stjórnendur, eldhús, kennarahús og salerni. Byggingaframkvæmdum á að vera lokið fyrir árslok. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent
Framkvæmdir eru að hefjast við byggingu nítján grunnskóla í Buikwe héraði, samstarfshéraði Íslands í þróunarsamvinnu í Úganda. Rúmlega tuttugu þúsund börn á grunnskólaaldri koma til með að fá góðar aðstæður til náms í nýju skólunum en byggingarnar eru fjármagnaðar fyrir íslenskt þróunarfé á vegum sendiráðs Íslands í Kampala. Fulltrúar héraðsyfirvalda, ásamt fulltrúum tæknideildar héraðsins og verktökunum sem valdir voru að undangengnu útboði, voru viðstaddir athöfn í Buikwe í gær til marks um upphaf verkefnisins. Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins flutti við það tækifæri ávarp og fór nokkrum orðum um verkefnið og stuðning Íslands við menntamál í Úganda á grundvelli heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og þróunaráætlunar stjórnvalda í Úganda. Sú áætlun felur í sér markmið um að landið verði komið í hóp millitekjuríkja árið 2040. „Við teljum að upplýstur almenningur sé fyrsta skrefið að sjálfbærri þróun, ásamt stuðningi við mannréttindi og virðingu í garð allra, en þessi gildi eru lykilatriði í stefnu Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu,“ sagði Finnbogi Rútur og minnti verktaka á að fjármögnun skólabygginganna væri komin frá íslensku þjóðinni. Í hverjum og einum skóla verða byggðar skólastofur, skrifstofuaðstaða fyrir stjórnendur, eldhús, kennarahús og salerni. Byggingaframkvæmdum á að vera lokið fyrir árslok. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Úganda Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent