Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 10:00 Lionel Messi hefur sex sinnum fengið Ballon d'Or verðlaunin sem leikmaður Barcelona. Getty/Alex Caparros Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020 Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. Lionel Messi tilkynnti Barcelona í gær að hann vilji fara frá félaginu fremur en að klára síðasta árið í samningi sínum. Ronaldo Koeman hefur ekki stýrt einni æfingu hjá Barcelona en það lítur samt út fyrir að hann sé þegar búinn að gera meiri breytingar á liðinu en flestir þjálfarar liðsins á undan honum. Það er ekki nóg með að hann tilkynnti stórstjörnu eins og Luis Suarex að þjónustu hans sé ekki lengur óskað þá virðist hollenski þjálfarinn einnig hafa stuðað sjálfan Lionel Messi, besta leikmanninn í sögu Barcelona. Koeman to Messi: 'Your privileges in the squad are over, you have to do everything for the team. I'm going to be inflexible, you have to think about the team'After hearing that, Messi has now demanded to leave https://t.co/u32fhEmuiP— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 26, 2020 Auðvitað hefur allt verið í tómu rugli hjá Barcelona að undanförnu og það kristallaðist í 8-2 tapinu á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Barcelona fór titlalaust í gegnum tímabilið og þjálfaraskiptin báru engan árangur. Liðið er ekki vitund líkt því liði sem svo lengi taldist til allra bestu knattspyrnuliða heims. Það var því mikið verk framundan fyrir nýja þjálfarann Ronaldo Koeman. Ronaldo Koeman hringdi í Suarez og sagði honum að hann vildi hann ekki á næstu leiktíð og virðist síðan hafa hringt í Messi og boðað breytingar á hans hlutverki í liðinu. Tras la bomba mundial de Messi, estos son los ocho clubes que están en condiciones de soñar con tenerlo como refuerzo: JUVENTUS INTER MILAN MANCHESTER UNITED MANCHESTER CITY ARSENAL CHELSEA PSG ¿Vos dónde lo imaginás?https://t.co/cMqGmVPXKm— Diario Olé (@DiarioOle) August 25, 2020 Argentínska blaðið Diario Olé hefur heimildir fyrir því hvað fór á milli Ronaldo Koeman og Messi í þessu símtali. Samkvæmt frétt Diario Olé þá var þetta símtal algjört stórslys þegar kemur að framtíðarsambandi Messi og Koeman. Hollenski þjálfarinn ætlaði kannski að kveikja í Messi en stuðaði hann í staðinn. Koeman sagði við Messi að hann nyti engra forréttinda lengur í liðinu og hann þyrfti núna að gera allt fyrir liðið. „Það verða engin forréttindi fyrir þig lengur. Ég verð ósveigjanlegur í þessu því þú verður núna að hugsa um liðið,“ á Ronald Koeman að hafa sagt við Lionel Messi. Lionel Messi hefur vissulega komist upp með það að sinna takmarkaðri varnarskyldu hjá Barcelona og liðið er oftast manni færri í pressunni. Á sama tíma tekst honum oft með því að „fela sig“ fyrir varnarmönnunum og erum leið ferskari þegar kemur að því að ráðast á vörnina. REVEALED: Ronald Koeman told Lionel Messi 'your privileges in the squad are OVER' during showdown talks https://t.co/gHgoPwBCLq— MailOnline Sport (@MailSport) August 26, 2020
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira