Stuðningsmenn Barcelona mótmæltu: „Messi má ekki fara og allra síst á þennan hátt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2020 11:30 Stuðningsmenn Barcelona eru með böggum hildar þessa dagana. getty/Robert Bonet Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Stuðningsmenn Barcelona söfnuðust saman fyrir utan höfuðstöðvar félagsins í gær til að mótmæla. Fótboltaheimurinn fór á hliðina þegar fréttir bárust af því að Lionel Messi, fyrirliði og markahæsti leikmaður í sögu Barcelona, óskaði eftir því að fara frá félaginu sem hann hefur verið hjá í nítján ár. Stuðningsmenn Barcelona brugðust strax við og mótmæltu ástandinu hjá félaginu. Þeir krefjast þess að forseti Barcelona, Josep Bartomeu, stígi frá borði því það sé það eina sem gæti fengið Messi til að skipta um skoðun. „Það skrítna er að Messi sé ekki þegar farinn. Það sem þessi stjórn hefur gert við félagið síðan 2010 er til skammar. Allt það verðmætasta fyrir félagið er farið: [Pep] Guardiola, [Johan] Cruyff og nú Messi. Þetta endar með tapinu skammarlega fyrir Bayern München og að Messi fer,“ sagði stuðningsmaður Barcelona sem tók þátt í mótmælunum í gær. „Þessi stjórn er algjör hörmung. Þeir hafa eyðilagt allt og við þurfum öll að ganga í gegnum það núna. Það má ekki láta þetta gerast. Því þegar á botninn er hvolft er Messi það eina jákvæða sem við höfum. Þeir verða að gera eitthvað. Þeir ættu að segja af sér og reyna að tala við Messi. Þetta má ekki gerast. Hann má ekki fara og allra síst á þennan hátt. Hann er stofnun og tákn Barcelona,“ sagði annar stuðningsmaður Katalóníufélagsins. Barcelona vann engan titil á tímabilinu 2019-20 og því lauk með tapinu háðulega fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu, 8-2. Svo gæti farið að það yrði síðasti leikur Messis með Barcelona. Klippa: Mótmælt í Barcelona
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00 Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30 Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00 Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23 Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Koeman á að hafa sagt við Messi: Engin forréttindi fyrir þig lengur Fréttir frá Argentínu herma að klaufalegt símtal Ronaldo Koeman við Lionel Messi eigi mikinn þátt í því að argentínski snillingurinn vilji nú yfirgefa spænska félagið. 26. ágúst 2020 10:00
Segja Pep Guardiola og Messi hafa talað saman í síma Lionel Messi til Manchester City er háværasti orðrómurinn eftir að argentínski snillingurinn tilkynnti Barcelona að hann vildi fara. 26. ágúst 2020 08:30
Átök Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum Guillem Balague, einn virtasti sparkspekingurinn um spænska boltann, segir að mál Lionel Messi og Barcelona gætu endað fyrir dómstólum. 25. ágúst 2020 22:00
Allt í Messi í Barcelona og neyðarfundur í gangi Lionel Messi hefur beðið Barcelona um að virkja klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið frítt í sumar. 25. ágúst 2020 18:23