Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 17:53 Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“ Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“
Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05
Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40