Stuðningur við skólastúlkur á blæðingum dregur úr brottfalli Heimsljós 28. ágúst 2020 12:52 Frá skóla í Buikwe gunnisal Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla. Thao Ngoc Do og Finnbogi Rútur Arnarson eftir undirritun samningsins.MS Samningurinn við WoMena var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins. Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent
Íslendingar hafa um árabil stutt við bakið á stelpum í skólum í samstarfshéraðinu Buikwe í Úganda, í samstarfi við frjálsu félagasamtökin WoMena, sem vinna að bættri kyn- og frjósemisheilsu kvenna, sérstaklega í tengslum við blæðingar. Samstarfið hefur leitt til þess að dregið hefur verulega úr brottfalli unglingsstúlkna úr skólum í héraðinu en skortur á tíðavörum og þekkingarleysi um blæðingar leiddi áður til þess að margar stúlkur hættu námi. Stuðningurinn nær til 1200 stúlkna í 21 skóla. Thao Ngoc Do og Finnbogi Rútur Arnarson eftir undirritun samningsins.MS Samningurinn við WoMena var endurnýjaður til eins árs á dögunum í sendiráði Íslands í Kampala. „Ísland leggur mikla áherslu á fimmta heimsmarkmiðið um jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna og stúlkna. Samstarfið við WoMena fellur ákaflega vel að því alþjóðlegum markmiðum um að tryggja öllum konum heilbrigðisþjónustu á sviði kynheilbrigðis og frjósemisheilsu,“ sagði Finnbogi Rútur Arnarson starfandi forstöðumaður sendiráðsins við undirritun samningsins. Thao Ngoc Do framkvæmdastjóri WoMena skrifaði undir samninginn fyrir hönd samtakanna og kvaðst hlakka til samstarfsins við Íslendinga og héraðsstjórn Buikwe um þennan mikilvæga málaflokk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Heilsa Skóla - og menntamál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent