Sakar ríkislögreglustjóra um að „skipta um hest í miðri á“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 14:11 Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“ Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri hefur afturkallað þá launasamninga sem forveri hennar í starfi gerði við yfirlögregluþjóna- og aðstoðaryfirlögregluþjóna á síðasta ári. Að minnsta kosti einn þeirra ætlar með málið fyrir dómstóla. RÚV greindi fyrst frá. Samkomulagið, sem gert var við tvo yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna, hafði það í för með sér að föst yfirvinna var færð inn í grunnlaun lögregluþjónanna og hækkaði þannig lífeyrisréttindi þeirra. Fjallað hefur verið um það að Sigríður ætli sér að vinda ofan af samningum en í frétt RÚV segir að hún hafi afturkallað samningana, þeir séu ekki í samræmi við lög. Í frétt RÚV segir að með vísan til kjarasamnings og stofnanasamnings verði launasamsetningu og launaröðun breytt, þannig að lífeyrisréttindi starfsmannanna rúmist innan gildandi lagaheimildar, að mati embætti ríkislögreglustjóra. Þetta sé lokaniðurstaða málsins af hálfu embættisins. Telur að verið sé að skipta um hest í miðri á Þeir starfsmenn sem samkomulagið var gert við hafa andmælt áformum um að vinda ofan af því, og málinu virðist ekki vera lokið af þeirra hálfu. Þannig segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá embættinu og einn af þeim sem umræddir samningar náðu til, í samtali við Vísi að ríkislögreglustjóri hafi tekið umrædda ákvörðun á nýjum forsendum, ekki þeim sem komu fram í lögfræðiáliti sem embættið lét vinna fyrir sig. „Þetta horfir þannig við mér að það var strax í upphafi búið að taka ákvörðun um að gera þetta. Lögfræðiálit sem var notað í upphafi er ríkislögreglustjóri búinn að viðurkenna að standist ekki. Þá er bara fundnar nýjar málsaðstæður til að halda málinu áfram. Það er bara svo einfalt, það er skipt um hest í miðri á,“ segir Óskar. Hann muni fara yfir málið með lögfræðingi Landssambands lögreglumanna eftir helgi með það að markmiði að leita til dómstóla vegna málsins. Óskar á von á því að minnsta kosti einhverjir aðrir af þeim sem samkomulagið náði til fari sömu leið og hann. „Þeim sem ég hef heyrt í þá eru menn ekki sáttir,“ segir Óskar. „Það eru allavega fleiri en ég sem vilja fara með þetta fyrir dómstóla.“
Lögreglan Tengdar fréttir Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12 Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57 Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16 Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Segir afstöðu ríkislögreglustjóra lið í valdabaráttu innan lögreglunnar Yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra segir að áform Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra um, að vinda ofan af launasamningum sem forveri hennar í embætti gerði við fámennan hóp lögreglumanna, snúist ekki bara um fjármuni. 11. júlí 2020 08:12
Nánari svör hafi ekki fengist frá Ríkislögreglustjóra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að eftir að umsögn frá Kjara- og mannnauðssýslu ríkisins hafi fengist um kjarasamning sem Haraldur Johannessen gerði við undirmenn sína hafi ekki fengist nánari svör frá ríkislögreglustjóra. 10. júlí 2020 18:57
Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki. 10. júlí 2020 12:16
Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt. 10. júlí 2020 06:40