Tryggingafélög taka Covid inn í áhættumat sitt Birgir Olgeirsson skrifar 30. ágúst 2020 22:00 Óvissuþættir vegna hugsanlegra langtímaáhrifa Covid hafa gert það að verkum að tryggingafélög fresta umsóknum um tryggingar ef viðkomandi hefur verið útsettur fyrir sjúkdómnum eða veikst af honum. Vísir/Vilhelm Tryggingafélög hafa tekið Covid inn í áhættumat sitt vegna óvissuþátta um hugsanleg langtímaáhrif sjúkdómsins. Ef einhver hyggst fá sér líf- eða sjúkdómatryggingu er viðkomandi nú spurður út í reynslu hans af Covid. Á þetta við tryggingafélög á borð við VÍS, TM, Sjóvá og Vörð. „Ef þú hefur verið sóttkví eða veikst er frestun á umsókninni í fjórar vikur frá því þú ert orðinn einkennalaus. Ef þú lagst inn á spítala vegna þessa er frestun á umsökninni í sex mánuði frá því þú ert orðinn einkennalaus,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann tekur fram að ekki sé um höfnun að ræða. „Þetta byggir á óvissu varðandi afleiðingar af þessum sjúkdómi.“ Að færa Covid í áhættumat líftrygginga er fengið frá erlendum líftryggingafélögum. „Menn eru bara að afla upplýsinga eins og gert er með ýmsa aðra sjúkdóma, jafnvel flensu. Það er líka spurt í það. Ef þú hefur lagst inn á spítala vegna flensu getur það haft áhrif,“ segir Sigurður Óli. Formaður Neytendasamtakanna segir skiljanlegt að tryggingafélögin verji sig fyrir sjúkdómi sem hefur óþekktar afleðingar. Forsendurnar þurfi þó að vera á hreinu. „Ef við fáum til dæmis gubbupest og missum af ferðalagi eða þurfum að stytta það, þá er það tryggt en mögulega þegar við fáum hita vegna Covid. Þá ríður á að við vitum og skiljum skilmálana þegar við skrifum undir þá og kaupum tryggingar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Tryggingafélög hafa tekið Covid inn í áhættumat sitt vegna óvissuþátta um hugsanleg langtímaáhrif sjúkdómsins. Ef einhver hyggst fá sér líf- eða sjúkdómatryggingu er viðkomandi nú spurður út í reynslu hans af Covid. Á þetta við tryggingafélög á borð við VÍS, TM, Sjóvá og Vörð. „Ef þú hefur verið sóttkví eða veikst er frestun á umsókninni í fjórar vikur frá því þú ert orðinn einkennalaus. Ef þú lagst inn á spítala vegna þessa er frestun á umsökninni í sex mánuði frá því þú ert orðinn einkennalaus,“ segir Sigurður Óli Kolbeinsson, framkvæmdastjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann tekur fram að ekki sé um höfnun að ræða. „Þetta byggir á óvissu varðandi afleiðingar af þessum sjúkdómi.“ Að færa Covid í áhættumat líftrygginga er fengið frá erlendum líftryggingafélögum. „Menn eru bara að afla upplýsinga eins og gert er með ýmsa aðra sjúkdóma, jafnvel flensu. Það er líka spurt í það. Ef þú hefur lagst inn á spítala vegna flensu getur það haft áhrif,“ segir Sigurður Óli. Formaður Neytendasamtakanna segir skiljanlegt að tryggingafélögin verji sig fyrir sjúkdómi sem hefur óþekktar afleðingar. Forsendurnar þurfi þó að vera á hreinu. „Ef við fáum til dæmis gubbupest og missum af ferðalagi eða þurfum að stytta það, þá er það tryggt en mögulega þegar við fáum hita vegna Covid. Þá ríður á að við vitum og skiljum skilmálana þegar við skrifum undir þá og kaupum tryggingar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira