Afnema breytingagjald í von um fleiri farþega Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 21:35 United Airlines ætlar að ráðast í breytingar án þess að það bitni á þjónustu við viðskiptavini. Vísir/EPA United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar. Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
United Airlines mun frá og með deginum í dag ekki rukka farþega um breytingagjald í innanlandsflugi. Áður hafði flugfélagið afnumið það tímabundið en gjaldið var tvö hundruð dollarar, sem samsvarar tæplega 28 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Ákvörðunin flugfélagsins miðar að því að gefa viðskiptavinum sínum meiri sveigjanleika á óvissutímum sem nú eru um allan heim. Farþegar geti því breytt ferðaplönum sínum með stuttum fyrirvara án þess að verða fyrir fjárhagslegu tjóni, enda geti aðstæður breyst hratt vegna kórónuveirufaraldursins. Breytingin mun einnig ná til þeirra miða sem hafa nú þegar verið keyptir, en yfirmaður hjá félaginu, Scott Kirby, sagði þetta vera þá ósk sem fyrirtækið heyrir oftast frá viðskiptavinum að því er fram kemur á vef Reuters. Þá mun flugfélagið einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á að skrá sig á biðlista í annað flug til sama áfangastaðar þann dag sem fyrirhugað flug þeirra er ef sæti losnar. Viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir pláss á biðlistanum, en þessi breyting tekur gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Kirby segir breytingarnar ólíkar þeim ráðum sem flugfélög hafa áður gripið til á erfiðum tímum. Yfirleitt hafi breytingarnar haft neikvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, en nú séu leikreglurnar aðrar.
Fréttir af flugi Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Segir að Trump muni aðstoða flugfélögin geri þingið það ekki Framkvæmdastjóri Hvíta hússins segir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé að íhuga að grípa inn í til þess að koma í veg fyrir gríðarlegar fjöldauppsagnir hjá flugfélögum í Bandaríkjunum, fari svo að Bandaríkjaþing framlengi ekki björgunarpakka stjórnvalda handa flugfélögum þar í landi. 26. ágúst 2020 21:33