Fjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni í Bandaríkjunum nálgast nú óðfluga sex milljón manna markið, en uppsveifla er í miðvesturríkjum landsins þessa dagana.
Rúmlega 183 þúsund manns hafa nú dáið úr Covid-19 í landinu síðan veiran lét fyrst á sér kræla.
Í Iowa, Norður- og Suður-Dakóta og í Minnesota hefur staðfestum smitum fjölgað og í Montana og Idaho hafa spítalainnlagnir aldrei verið fleiri.
Á landsvísu hefur hins vegar dregið úr smitum og nú eru staðfest smit tæplega 42 þúsund á dag en voru rúmlega 66 þúsund þegar verst lét í júlí.