„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Birgir Olgeirsson skrifar 31. ágúst 2020 11:53 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, viðraði þessa hugmynd í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar ræddi hann hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár á meðan efnahagskerfið nær sér aftur á strik eftir Covid-kreppuna. Sigurður Ingi veltir upp hugmyndinni eftir um 15 mínútur í klippunni að neðan. Formaður Bandalags háskólamanna gefur ekki mikið fyrir þessa hugmynd. „Tillagan vekur fyrst og fremst furðu, kjarasamningar standa og þeir hafa verið gerðir til tiltölulega langs tíma. En ekki bara það heldur erum við í mikilli kreppu sannarlega. Þetta er eftirspurnarkreppa og það þarf að halda uppi eftirspurn í samfélaginu þannig að fyrirtækin lifi og við komumst sæmilega heil í gegnum þetta. Það eiginlega skiptir mestu máli núna. Ég hef ekki trú á efnahagslegu gildi þessarar hugmyndar,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. Hún segir hugmyndina vanhugsaða. „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu. Við erum að ná sæmilegu taki á þessari veiru. Okkur hefur gengið betur en mörgum öðrum. Það er vissulega mjög mikill samdráttur í efnahagslífinu. En þetta er eftirspurnarkreppa og það að lækka laun dregur úr eftirspurn og það er einmitt ekki það sem við ættum að gera núna.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira